Hetjudáðir í lokin hjá Luka fyrir framan stóran hóp af löndum sínum Nýja súperliðið í Philadelphia fór létt með LeBron og félaga í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, tvö vítaskot DeMarcus Cousins nokkrum sekúndum fyrir leikslok tryggðu meisturum Golden State Warriors nauman heimasigur og Dallas Mavericks vann endurkomusigur þökk sé frábærum fjórða leikhluta hjá nýliðanum Luka Doncic. Körfubolti 11. febrúar 2019 07:30
Magic hafði betur gegn Bucks | Harden stigahæstur í tapi Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt þar sem stærstu tíðindin voru án efa stórt tap toppliðs Milwaukee Bucks gegn Orlando Magic. Körfubolti 10. febrúar 2019 10:30
Luka Doncic segir auðveldara að skora í NBA-deildinni heldur en í Evrópuboltanum Luka Doncic, leikstjórnandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, hefur gert það gott síðan að hann gekk í raðir Dallas síðasta sumar frá Real Madrid á Spáni. Körfubolti 9. febrúar 2019 12:30
Meistararnir með nauman sigur og Markkanen stórkostlegur: Sjáðu það besta Meistararnir í Golden State Warriors unnu tíu stiga sigur, 117-107, á Phoenix Suns á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. febrúar 2019 11:15
Dwyane Wade bara með eitt markmið á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar Vinirnir LeBron James og Dwayne Wade spila líklega saman í síðasta sinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár. Körfubolti 8. febrúar 2019 23:00
Sjáðu LeBron og Giannis velja stjörnuliðin sín LeBron James og Gríska fríkið völdu stjörnuliðin í beinni útsendingu. Körfubolti 8. febrúar 2019 08:00
LeBron með þrennu er Lakers kláraði Boston með flautukörfu | Myndbönd Russell Westbrook náði enn einu sinni að setja upp þrennu í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 8. febrúar 2019 07:30
Ekki bara skipt útaf heldur skipt í annað lið í miðjum leik Harrison Barnes fékk ekki að spila með Dallas Mavericks í fjórða leikhluta í sigrinum á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í nótt en ástæðan var mjög sérstök. Körfubolti 7. febrúar 2019 17:30
Durant las fréttamönnum pistilinn: „Ég treysti ykkur ekki“ Kevin Durant er orðinn brjálaður á fjölmiðlum í kringum Golden State-liðið. Körfubolti 7. febrúar 2019 13:00
Enn skorar Harden yfir 30 stig og þrenna hjá slóvenska undrinu | Myndbönd Golden State Warriors rústaði San Antonio í NBA-körfuboltanum. Körfubolti 7. febrúar 2019 08:00
Curry-bræðurnir eru báðir með í ár Fleiri munu örugglega sýna þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikhelgar NBA-deildarinnar í körfubolta í ár meiri áhuga en undanfarin ár. Körfubolti 7. febrúar 2019 06:00
Kvikindislegur söngur stuðningsmanna Indiana Pacers Mikið hefur verið skrifað um möguleg skipti Los Angeles Lakers á mörgum leikmönnum sínum og Anthony Davis, stjórstjörnu New Orleans Pelicans. Körfubolti 6. febrúar 2019 16:00
Boban fylgdi með í kaupunum í stórum leikmannaskiptum Sixers og Clippers Tobias Harris er orðinn leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta eftir stór leikmannaskipti Los Angeles Clippers og Philadelphia 76ers. Körfubolti 6. febrúar 2019 14:00
NBA-stjarna datt heima hjá sér og sleit hásin en á von á milljörðum John Wall verður líklega ekkert með Washington Wizards á næstu leiktíð. Körfubolti 6. febrúar 2019 10:00
Versta tap LeBron James á ferlinum | Myndband Indiana Pacers sökkti LA Lakers með þriggja stiga skotsýningu. Körfubolti 6. febrúar 2019 07:30
Kobe Bryant: Harden getur ekki spilað svona ætli hann að verða NBA-meistari Kobe Bryant hrósar James Harden fyrir spilamennsku sína í NBA-deildinni að undanförnu en vildi samt vekja athygli á skoðun sinni á leikstíl Harden. Körfubolti 5. febrúar 2019 13:00
Auðvelt hjá Bucks í New York Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Körfubolti 5. febrúar 2019 07:30
Dirk nær að vera liðsfélagi feðga: Sautján ár á milli Þýska körfuboltagoðsögnin Dirk Nowitzki er enn að spila með Dallas Mavericks í NBA-deildinni þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Fyrir vikið nær hann sérstökum tímamótum. Körfubolti 4. febrúar 2019 22:15
Boston stoppaði sigurgöngu Oklahoma Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 4. febrúar 2019 07:30
Curry þurfti þrjá og hálfan leikhluta til þess að finna körfuna Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Körfubolti 3. febrúar 2019 09:30
Tuttugasti og fimmti leikur Harden í röð með yfir 30 stig Þrátt fyrir tap Houston Rockets fyrir Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta í nótt heldur James Harden áfram að raða niður stigunum. Körfubolti 2. febrúar 2019 09:50
„Kærastan fór að gráta og bróðir minn öskraði og æpti“ NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Körfubolti 1. febrúar 2019 12:30
Kristaps Porzingis til Dallas eftir sjö manna skipti í NBA Lettinn Kristaps Porzingis átti að vera framtíðarstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni en sú framtíðarsýn varð að engu í gær. Körfubolti 1. febrúar 2019 10:30
LeBron leiddi Lakers til sigurs í endurkomunni LeBron James snéri aftur í liði LA Lakers í nótt og fór mikinn er Lakers lagði nágranna sína í Clippers í framlengdum leik. Körfubolti 1. febrúar 2019 07:30
Kyssti gólfið þegar hann fékk loksins að koma inn á völlinn Enes Kanter fékk ekki margar mínútur í nótt en stal senunni þegar hann kom loksins inn á. Körfubolti 31. janúar 2019 16:30
Besta byrjun í sögu Denver Nuggets Hinn 23 ára gamli Nikola Jokic hefur gjörbreytt liði Denver Nuggets en félagið hefur aldrei áður náð eins góðum árangri í fyrstu 50 leikjum tímabilsins. Körfubolti 31. janúar 2019 07:30
Besti mánuðurinn í NBA-deildinni síðan 1963 Janúarmánuður 2019 var betri hjá James Harden en sá besti á ferli Michael Jordan. Það þarf að fara næstum því 56 ár aftur í tímann til að finna betri mánuð í NBA. Körfubolti 30. janúar 2019 18:00
Þrenna að meðaltali þriðja NBA-tímabilið í röð? Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Körfubolti 30. janúar 2019 16:30
Yfirlýsingin kostaði hann sex milljónir Anthony Davis vill ekki framlengja samning sinn við New Orleans Pelicans og vildi að allir sem höfðu áhuga á þjónustu hans fengju að vita af því. Körfubolti 30. janúar 2019 15:30