Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Sport 30. september 2021 16:45
„Eins og skurðlæknir að störfum“ Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers. Sport 29. september 2021 13:01
Dak flottur í fyrsta heimaleiknum eftir meiðslin skelfilegu Dallas Cowboys hafði mikla yfirburði í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar liðið vann 41-21 sigur á Philadelphia Eagles í NFL deildinni í nótt. Sport 28. september 2021 07:15
Vinnur alltaf stóru sjónvarpsleikina: Þurfti bara 37 sekúndur í sigursóknina Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers höfðu ekki mikinn tíma til stefnu þegar þeir lentu undir á móti San Francisco 49ers í NFL-deildinni í nótt. Niðurstaðan var samt eins og í síðustu stóru sjónvarpsleikjum Packers, sigur. Sport 27. september 2021 15:01
Tom Brady tapaði í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020 og Mahomes tapaði líka Mikil spenna var í NFL deildinni í gær og nótt þar sem margir leikjanna réðust á vallarmarki í blálokin. Los Angeles liðin fögnuðu bæði sigri á móti liðum sem fóru í Super Bowl leikinn á síðustu leiktíð. Sport 27. september 2021 07:31
Skoraði lengsta vallarmark sögunnar Justin Tucker, sparkari Baltimore Ravens, gerði sér lítið fyrir og skoraði lengsta vallarmark NFL sögunnar í gærkvöldi þegar að Baltimore vann nauman sigur á Detroit Lions, 19-17. Sport 27. september 2021 06:01
Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Sport 20. september 2021 07:31
Brady segist geta spilað til fimmtugs Þrátt fyrir að vera 44 ára er Tom Brady, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, hvergi nærri hættur. Hann segist geta spilað til fimmtugs. Sport 17. september 2021 08:30
Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Sport 13. september 2021 13:31
Rosalegur Russell leiddi Seahawks til sigurs | Steelers seigir Seattle Seahawks hefja tímabilið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á sigri þökk sé rosalegri frammistöðu Russell Wilson. Þá vann Pittsburgh Steelers sigur á Buffalo Bills og San Francisco 49ers vann Detroit Lions í hörkuleik. Sport 12. september 2021 21:20
Ótrúleg dramatík er Brady og félagar hófu tímabilið á sigri Það er spurning hvort Tom Brady og Rob Gronkowski hafi fundið tímavél í sumarfríinu en þeir áttu báðir magnaðan leik er Tampa Bay Buccaneers hóf NFL-tímabilið með dramatískum sigri á Dallas Cowboys, lokatölur 31-29. Sport 10. september 2021 08:00
44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Sport 9. september 2021 21:45
Spá því að Patrick Mahomes, Aaron Donald og nafni hann Rodgers verði bestir í vetur Það styttist í að ameríski fótboltinn fari að rúlla á nýjan leik og NFL-deildin hefjist á nýjan leik. Samkvæmt helstu spámönnum vestanhafs verður Patrick Mahomes besti leikmaður deildarinnar í vetur. Sport 3. september 2021 10:31
Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. Íslenski boltinn 29. ágúst 2021 07:00
Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Sport 21. ágúst 2021 12:15
Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Sport 20. ágúst 2021 17:30
Handtekinn í gær grunaður um morðið á liðsfélaga fyrir fimmtán árum Ameríski fótboltamaðurinn Bryan Pata var myrtur 7. nóvember 2006 en enginn hafði verið handtekinn fyrir morðið. Það er þar til í gær. Sport 20. ágúst 2021 12:01
Dallas Cowboys í Hard Knocks þáttunum og sá fyrsti sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld Það styttist í nýtt NFL tímabil í ameríska fótboltanum og árlegur forsmekkur af þeirri veislu eru hinir vinsælu Hard Knocks þættir sem fjalla aðdraganda tímabilsins hjá einu ákveðnu félagi. Sport 13. ágúst 2021 13:00
Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar. Sport 9. ágúst 2021 23:01
Sendi liðsfélagann á sjúkrahús og var síðan rekinn frá félaginu Ameríski fótboltamaðurinn J.T. Ibe missti starfið sitt í gær eftir fólskulegt brot á æfingu með NFL-liðinu Carolina Panthers. Sport 4. ágúst 2021 14:15
Brjálaður yfir því leikmennirnir hans vilji ekki láta bólusetja sig Ron Rivera, þjálfari Washington í NFL-deildinni, er æfur yfir því hversu tregir leikmenn liðsins eru til að láta bólusetja sig. Sport 28. júlí 2021 16:01
Unnusta stjörnuleikmanns NFL-deildarinnar til liðs við Þrótt Þróttur Reykjavík hefur sótt liðsstyrk til Bandaríkjanna. Dani Rhodes er 23 ára gamall framherji sem kemur frá Chicago Red Stars. Trúlofaðist hún nýverið T. J. Watt, leikmanns Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Íslenski boltinn 15. júlí 2021 12:31
Nýliði í NFL deildinni skotinn fjórum sinnum Búist er við því að ameríski fótboltamaðurinn Jaylen Twyman nái sér að fullu eftir afdrifaríka heimsókn sína til Washington D.C. Sport 22. júní 2021 23:31
Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Sport 22. júní 2021 07:30
Tom Brady færði Tampa Bay ekki bara titilinn heldur var hann guðsgjöf fyrir vörusölu félagsins Liðin hans Tom Brady fagna sigri bæði innan og utan vallar. Það sannaðist einu sinni enn þegar hann mætti til Flórída. Sport 4. maí 2021 16:01
Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Sport 30. apríl 2021 14:00
Nýliðaval NFL í beinni í kvöld: Verður hárprúði leikstjórnandinn valinn fyrstur? Í fyrsta sinn verður hægt að sjá nýliðaval NFL-deildarinnar í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Sport 29. apríl 2021 14:31
Fyrrverandi NFL-leikmaður myrti fimm manns áður en hann framdi sjálfsmorð Maðurinn sem myrti fimm manns í Rock Hill í Suður-Karólínu í fyrradag og framdi svo sjálfsmorð eftir ódæðið hét Phillip Adams og var fyrrverandi leikmaður í NFL-deildinni. Sport 9. apríl 2021 12:30
Fyrrverandi NFL-leikmaður handtekinn fyrir morð Travis Rudolph, fyrrverandi leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, var handtekinn í gær fyrir morð. Sport 8. apríl 2021 10:01
Eigendurnir í NFL-deildinni samþykktu að fara í sautján leiki Eigendur NFL-deildarinnar ættu að fá enn meiri pening í vasann eftir að þeir komu í gegn breytingu um fleiri leiki í deildinni. Sport 31. mars 2021 11:30