NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Kennir NFL-deildinni um lélega pítsasölu

Einn af aðalstyrktaraðilum NFL-deildarinnar, pítsastaðurinn Papa Johns, er afar ósáttur við forráðamenn NFL-deildarinnar og kennir stjórnendum deildarinnar um að salan á pítsum hjá fyrirtækinu sé ekki eins góð og áður.

Sport
Fréttamynd

Segir að Kaepernick sé loksins að fá vinnu

Lögfræðingur leikstjórnandans Colin Kaepernick, sem hóf öll þjóðsöngvamótmælin í Bandaríkjunum, segir að það styttist í að leikmaðurinn fái samning á nýjan leik í NFL-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Garoppolo ætlað að bjarga 49ers

Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo er hættur að bíða eftir því að Tom Brady meiðist eða hætti því hann er búinn að semja við San Francisco 49ers.

Sport
Fréttamynd

Mótmælin eru að skaða NFL-deildina

Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, vill fara að fá botn í mótmæli leikmanna NFL-deildarinnar er þjóðsöngurinn er leikinn því þessi mótmæli séu að skaða deildina.

Sport
Fréttamynd

Kaepernick fer í mál við eigendur liðanna í NFL

Colin Kaepernick hefur farið í mál við eigendur liðanna í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann telur að það séu samantekin ráð þeirra að semja ekki við hann vegna mótmæla hans gegn kynþáttafordómum.

Sport
Fréttamynd

Jones vildi vera vondi kallinn

Það vakti gríðarlega athygli þegar Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, ákvað að fara eftir fyrirmælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og banna leikmönnum sínum að fara niður á hné er þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leiki.

Sport
Fréttamynd

Eigandi Cowboys hlýðir Trump í einu og öllu

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór á dögunum við stríð við NFL-deildina er hann krafðist þess að leikmenn sem standa ekki meðan þjóðsöngurinn sé spilaður yrðu reknir úr deildinni.

Sport