Grillir í sátt? Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. Fastir pennar 1. september 2010 07:30
Glæpur og refsing Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Fastir pennar 31. ágúst 2010 07:30
Jón finnur smugu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Skoðun 27. ágúst 2010 07:45
Krónan hækkar heita vatnið Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Fastir pennar 26. ágúst 2010 08:00
Hvernig er hægt að þegja? Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Fastir pennar 23. ágúst 2010 07:15
Meðaltalsuppeldið Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Fastir pennar 21. ágúst 2010 08:00
Skattpíndur sopi Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Fastir pennar 16. ágúst 2010 06:00
Af sama sauðahúsi? Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán. Fastir pennar 14. ágúst 2010 09:15
Hverju breyta útlendir eigendur? Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Fastir pennar 12. ágúst 2010 08:15
Ósvífni ESB Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga. Fastir pennar 11. ágúst 2010 07:30
Kerfið drepur Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fastir pennar 10. ágúst 2010 06:45
Eru fjárfestar velkomnir? Það er með nokkrum ólíkindum að stjórnvöld í ríki, sem þarf eins nauðsynlega á erlendri fjárfestingu að halda og Ísland, skuli leggja jafnmikið á sig og raun ber vitni til að hrekja erlenda fjárfesta frá landinu. Fastir pennar 19. júlí 2010 09:59
Völd án aðhalds Samanburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skattbyrði á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum OECD, sem fram kemur í margumræddri skýrslu sjóðsins um íslenzka skattkerfið, er allrar athygli verður. Fastir pennar 16. júlí 2010 06:30
Auðvelda leiðin Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Fastir pennar 14. júlí 2010 06:00
Líftæknistóriðja Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr 20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða að sér erlenda fjárfesta. Fastir pennar 13. júlí 2010 07:00
Gleymdu löndin Fyrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heimsins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Fastir pennar 10. júlí 2010 06:00
Veiki hlekkurinn? Norðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Fastir pennar 9. júlí 2010 06:00
Hagstætt viðskiptaumhverfi? Ísland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuðstöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagning auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Fastir pennar 8. júlí 2010 06:00
Atvinnusköpun stjórnmálamanna Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Fastir pennar 7. júlí 2010 06:00
Eftir hverju er að bíða? Einn fylgifiskur sumarsins og ferðamannavertíðarinnar eru árvissar fréttir um að nú séu ekki til nógir peningar til að tryggja landvörzlu við hina eða þessa náttúruperluna. Engir peningar séu heldur til fyrir stígagerð eða skiltum. Ferðamenn troði niður viðkvæman gróður, fari sjálfum sér að voða og svo framvegis. Fastir pennar 6. júlí 2010 06:00
Skýrir hagsmunir og óskýrir Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa. Fastir pennar 5. júlí 2010 06:00
Fresta sköttum og skera meira Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust. Fastir pennar 3. júlí 2010 07:00
Betri aðskilnaður Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktaði á fundi sínum um síðustu helgi að ráðherrar flokksins ættu að segja sig tímabundið frá þingmennsku og gera það sem fyrst. „Með því sýna ráðherrar Samfylkingarinnar í verki þann ásetning flokksins að styrkja beri stöðu Alþingis og skerpa á aðskilnaði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu,“ sagði í ályktun flokksstjórnarinnar. Fastir pennar 2. júlí 2010 07:00
Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Fastir pennar 1. júlí 2010 00:01
Tími ákvarðana Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38. Fastir pennar 30. júní 2010 09:52
Fyrirgefning og samstaða Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar. Fastir pennar 29. júní 2010 09:13
Dyrum lokað Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmálaályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs. Fastir pennar 28. júní 2010 06:00
Minnisþjálfun Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Fastir pennar 26. júní 2010 06:30
Hvatning til úrbóta Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Fastir pennar 25. júní 2010 06:30
Hrunið og Evrópa Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Fastir pennar 24. júní 2010 06:30
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun