Sterkt vígi Haukanna Einn leikur fer fram í N1-deild karla í dag þegar Haukar taka á móti ÍR að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 15.00. Handbolti 24. nóvember 2012 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 27-26 | N1 deild karla Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Handbolti 24. nóvember 2012 00:01
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-23 FH vann þriggja marka sigur á Val 26-23 í sveiflukenndum leik í Kaplakrika í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Valur náði fimm marka forystu í seinni hálfleik en frábær vörn FH skilaði að lokum góðum þriggja marka sigri. Handbolti 22. nóvember 2012 14:10
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 28-28 Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ. Handbolti 22. nóvember 2012 14:07
Leik lokið: Akureyri - Fram 25-18 Akureyri vann sinn annan leik í röð í N1-deild karla er liðið mætti Fram á heimavelli sínum í kvöld. Niðurstaðan var þægilegur sjö marka sigur á Safamýrarpiltum. Handbolti 22. nóvember 2012 14:03
HK og FH mætast í Símabikarnum Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum. Handbolti 22. nóvember 2012 13:23
Freyr Brynjarsson ekki að hætta - fésbókargrikkur Freyr Brynjarsson, handboltamaður í Haukum, hefur ekki verið að spila með liðinu að undanförnu vegna meiðsla en það styttist í endurkomu hans þrátt fyrir dramatíska yfirlýsingu á fésbókinni í morgun. Handbolti 19. nóvember 2012 16:00
Bjarki Már þarf ekki að fara í aðgerð: "Kraftaverk" Bjarki Már Elísson, hornamaður HK, þarf ekki að fara í aðgerð eins og óttast var. Bjarki Már staðfesti þetta inn á twitter-síðu sinni í dag og jafnframt það að hann yrði með HK-liðinu á móti Aftureldingu á fimmtudaginn. Handbolti 19. nóvember 2012 13:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 25-26 HK-ingar stálu sigrinum af Valsmönnum á lokamínútunum í Vodafonehöllini, 25–26, í lokaleik 8. umferðar N1-deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn komu einbeittari til leiks í fyrri hálfleik og spiluðu ágætis vörn á köflum þar sem nokkuð góð markvarsla fylgdi í kjölfarið frá Hlyni Morthens, markmanni Vals. Handbolti 17. nóvember 2012 00:01
Stefán Rafn valinn bestur Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í N1-deild karla. Handbolti 16. nóvember 2012 13:33
Reina og Shelvey klárir í slaginn Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur staðfest að þeir Pepe Reina og Jonjo Shelvey geti spilað á ný um helgina. Þá er Lucas byrjaður að æfa á nýjan leik. Enski boltinn 15. nóvember 2012 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild karla í handbolta með því að vinna nauman eins marks sigur á Fram, 21-20, í Safamýrinni í kvöld. Þetta var fimmti deildarsigur Hauka í röð og þeir hafa áfram sex stiga forskot á topppnum. Handbolti 15. nóvember 2012 19:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20 ÍR-ingar eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir sjö marka sigur á Aftureldingu, 27-20, þegar liðin mættust í áttundu umferðinni í Austurbergi í kvöld. ÍR-liðið er nú búið að vinna þrjá heimaleiki í röð þar af tvo þá síðustu sannfærandi. Handbolti 15. nóvember 2012 19:00
Miðstöð Boltavaktarinnar | N1-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis. Handbolti 15. nóvember 2012 19:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 23-26 Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum. Handbolti 15. nóvember 2012 15:28
Tvíframlengt í Víkinni - myndir Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar. Handbolti 12. nóvember 2012 22:41
Stjarnan sló út Fram - úrslitin í bikarleikjum kvöldsins 1. deildarlið Stjörnunnar komst í kvöld áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta eftir eins marks sigur á Fram í Mýrinni. Akureyringar máttu þakka fyrir sigur á móti 1. deildarliði Víkings eftir tvíframlengdan leik í Víkinni. Handbolti 12. nóvember 2012 22:18
Halda útiliðin áfram að vinna í Hafnarfjarðaslagnum? FH tekur á móti toppliði Hauka í dag í lokaleik 7. umferðar N1 deildar karla og fyrsta Hafnarfjarðarslag tímabilsins en leikurinn hefst klukkan 15.00 í Kaplakrika. Handbolti 10. nóvember 2012 09:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 18-31 | FH-ingar niðurlægðir Haukar niðurlægðu FH á heimavelli síðar nefnda liðsins 31-18 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar yfirspiluðu FH eftir jafnan stundarfjórðung í upphafi og festu sig í sessi á toppi N1 deildarinnar, með sex stigum meira en næstu lið. Handbolti 10. nóvember 2012 00:01
Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. Handbolti 8. nóvember 2012 22:19
Einar sá rautt: Dómararnir voru stórkostlegir | myndband "Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Handbolti 8. nóvember 2012 21:57
Miðstöð Boltavaktarinnar | N1-deild karla Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis. Handbolti 8. nóvember 2012 19:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 31-22 | Fjórða tap meistaranna í röð ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4. Handbolti 8. nóvember 2012 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Handbolti 8. nóvember 2012 14:34
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27 Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram. Handbolti 8. nóvember 2012 14:32
Atli Sveinn samdi við Víking Atli Sveinn Þórarinsson hefur gert samning við Víking um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Atli Sveinn mun leika með handboltaliði félagsins í 1. deild karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en Atli Sveinn mun spila sinn fyrsta leik á móti Fylki í kvöld. Handbolti 8. nóvember 2012 13:00
Patrekur fær líklega langtímasamning Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. Handbolti 8. nóvember 2012 06:00
Stjarnan tekur á móti Fram í bikarnum Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni HSÍ hjá körlunum. Dregið var í 32-liða úrslit en sex lið sitja hjá í fyrstu umferðinni. Handbolti 2. nóvember 2012 14:04
Oddur fer ekki í myndatöku fyrr en á morgun Oddur Gretarsson, hornamaður Akureyrar, meiddist á hné eftir aðeins átta mínútur í tapleiknum á móti Haukum á laugardaginn og var borinn af velli sárþjáður. Handbolti 29. október 2012 14:30
Ásbjörn kominn aftur heim í FH Ásbjörn Friðriksson er kominn aftur heim frá Svíþjóð og ætlar að spila með FH í N1 deild karla í handbolta í vetur. Ásbjörn hefur undanfarið leikið með sænska liðinu Alingsås. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH. Handbolti 29. október 2012 09:45