Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: FH - Akureyri 34-21

    FH fór létt með að slá Akureyri út úr Eimskipsbikarnum, en liðið sigraði norðanmenn 34-21 í 16-liða úrslitum, leikurinn fór fram í Kaplakrika í dag. Sigurinn var aldrei í hættu og Fimleikafélagið mun sterkari aðilinn í leiknum. Ólafur Gústafsson fór mikinn í liði FH og skoraði 9 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur

    Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Valsmanna síðan í september - myndir

    Valsmenn fögnuðu langþráðum og óvæntum sigri þegar þeir unnu 31-27 sigur á HK í N1 deild karla i handbolta í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. HK-liðið var fyrir leikinn búið að ná í níu af tíu mögulegum stigum í fimm síðustu leikjum sínum í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27

    Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot

    Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rann á bolta og meiddist

    Það er óhætt að segja að æfingar íslenska landsliðsins gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. Hinn ungi og efnilegi markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, er einn þeirra sem eru komnir á meiðslalistann.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Annar sigur HK í röð - myndir

    HK er komið á góða siglingu í N1-deild karla eftir sigur á Akureyri í gær, 30-27, og toppliði Fram í síðustu umferð. Bjarki Már Elísson fór farið á kostum í báðum leikjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 34-28

    Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram á Ásvöllum í kvöld þegar þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 34-28, í 6. umferð N1 deild karla í handbolta. Haukar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar unnu nauman sigur í Mosfellsbænum

    Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 22-21, í N1 deild karla í handbolta í kvöld en leikururinn fór fram á Varmá í Mosfellsbæ. Reynir Þór Reynisson, stýrði Mosfellingum þar í fyrsta sinn síðan að hann tók við af Gunnari Andréssyni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Súrsætur sigur fyrir mig

    „Þetta var nauðsynlegur sigur uppá framhaldið að gera. Það er virkilega erfitt að kveðja þessa stráka, en góður maður tekur við liðinu og útlitið er bjart í Mosfellsbænum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í dag en hann lætur af störfum eftir leikinn í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu

    Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp.

    Handbolti