Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Óskar Bjarni: Frábær leikur

    Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur frá vegna meiðsla

    Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar

    Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guif lagði Hauka

    Tveir leikir fóru fram á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í dag. Sænska liðið Guif, sem Kristján Andrésson þjálfari, vann þriggja marka sigur á Haukum, 24-21. Þá vann FH góðan sigur á Val, 25-20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurður Eggertsson til liðs við Fram

    Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur semur við þrjá í handboltanum

    Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Stefan samdi við Val

    Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar miðjumaðurinn öflugi, Andri Stefán, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni

    Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram fær liðstyrk í handboltanum

    Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sebastian Alexanderson í Fram

    Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur fer ekki til Wetzlar

    Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu

    Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir efnilegir til HK í handboltanum

    HK fékk til sín tvo efnilega handboltamenn um helgina þegar Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson og ÍR-ingurinn Arnór Freyr Stefánsson ákváðu að semja við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingimundur líklega á leið til Akureyrar

    Samkvæmt heimildum Vísis eru talsverðar líkur á því að landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gangi í raðir Akureyrar fyrir næsta tímabil. Hann hefur síðustu ár leikið með danska liðinu AaB.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús Stefánsson til ÍBV

    Magnús Stefánsson, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við 1. deildarlið ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu

    Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.

    Handbolti