Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 24-30 Benedikt Grétarsson í Digranesi skrifar 25. október 2012 19:15 Íslandsmeistarar HK töpuðu þriðja leiknum í röð í N1 deild karla í kvöld þegar Framarar sóttu tvö stig í Digranesið. Fram vann leikinn 30-24 og hefur nú unnið tvo leiki í röð og náð í 7 stig af síðustu 8 mögulegum. Framliðið skoraði fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og var 16-12 yfir í hálfeik. Framarar voru síðan með leikinn í sínum höndum allan síðari hálfleikinn. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Magnús Erlendsson varði mjög vel í markinu. Framarar héldu í kvöld áfram sigurgöngu sinni með því að leggja Íslandsmeistara HK á heimavelli þeirra síðarnefndu, 24-30. Leikurinn var í jafnvægi framan af en í stöðunni 8-6 tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð. Framarar bættu örlítið við fram að leikhléi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 12-16. Síðari hálfleikur náði aldrei að verða spennandi. Safamýrapiltar höfðu heljartak á heimamönnum sem þeir slepptu ekki til leiksloka. Örlítið vonarglæta kviknaði hjá örfáum aðdáendum HK sem mættu á leikinn í stöðunni 20-25, þegar hinn harðskeytti línumaður Fram, Haraldur Þorvarðarson nældi sér í fjögurra mínútna brottvísun en heimamenn glutruðu þá boltanum trekk í trekk og gestirnir sigldu leiknum í örugga höfn. Framarar léku vel í kvöld, Vörnin virkaði mjög sterk á köflum og bak við hana stóð Magnús markmaður vaktina með prýði. Sóknarleikur Framara var fjölhæfur og þeir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. HK-ingar vilja líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Tæknifeilar þeirra voru á köflum pínlegir og varnarleikurinn hriplekur. Markverðir liðsins gerðu sitt besta en varnarmenn HK voru hreint ekki að hjálpa þeim mikið í kvöld. Athygli vakti að Bjarki Már Elísson misnotaði 6 skot í leiknum en það gerist ekki oft. Einar Jónsson: Maggi er að láta mig fá það óþvegiðMynd/VilhelmEinar Jónsson, þjálfari Fram, brosti breitt eftir leikinn. „Við náðum fínum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik og héldum þeim vel til leiksloka. Ég er rosalega ánægður að skora 30 mörk hérna í Digranesinu, það eru ekki mörg lið sem leika það eftir." Einar var ánægður með Magnús Erlendsson markvörð Fram. „Maggi er búinn að vera frábær í síðustu tveimur leikjum. Ég frysti hann duglega í upphafi móts og hann er að láta mig fá það óþvegið á jákvæðan hátt. Það er bara gaman að sjá til allra í liðinu, menn eru að leggja sig fram og þá er ég ánægður." Sigurður Eggertsson: Við vorum þunnir í fyrstu tveimur leikjunumMynd/VilhelmSigurður Eggertsson átti fínan leik í kvöld og var hreint ekki ósáttur eftir leikinn. „Við vorum ekkert svo góðir í dag, vörnin oft slöpp og sóknin frekar ryðguð en Maggi var reyndar flottur í markinu." Sigurður var með útskýringar á slæmri byrjun Framara í mótinu. „Það var eitthvað slen yfir okkur fyrst, menn eitthvað þunnir eftir þessa æfingaferð til Spánar og það sat í manni. Við erum samt með hrikalega flott lið ef allir eru í fíling og maður sér það svolítið í klefanum fyrir leik hvort að menn séu í réttum fíling." Eitt ljótasta handboltamark sögunnar leit dagsins ljós í kvöld og átti Sigurður heiðurinn af því. „Já, rosalega var þetta ljótt maður. Ég held að hann hafi varið hann þrisvar sinnum áður en boltinn fór inn. Ég fagnaði þessu marki extra vel." Sigurður ber þjálfara sínum góða sögu. „Ég hélt í alvörunni að það væri eitthvað að Einari fyrst þegar ég kom í Fram en svo er hann bara nettur náungi inn við beinið. Það er reyndar svolítið verið að spyrja mig hvort að hann liti á sér hárið en það gerir hann alls ekki. Hann fæddist bara með svona Scooter-hár." Kristinn Guðmundsson: Við munum rísa upp afturMynd/StefánKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið. „Við gerum okkur seka um allt og mikið af mistökum og leyfum þeim að refsa okkur grimmilega fyrir það. Þeir eru að fá fullt af auðveldum mörkum og öll þeirra vinna verður auðveldari en okkar vinna verður sífellt erfiðari." Kristinn er sannfærður um að HK hristi af sér slyðruorðið. „Við höfum oft fengið svona magalendingar en búningsklefinn er fullur af sterkum karakterum og við munum vinna okkur úr þessum vandræðum." Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Íslandsmeistarar HK töpuðu þriðja leiknum í röð í N1 deild karla í kvöld þegar Framarar sóttu tvö stig í Digranesið. Fram vann leikinn 30-24 og hefur nú unnið tvo leiki í röð og náð í 7 stig af síðustu 8 mögulegum. Framliðið skoraði fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og var 16-12 yfir í hálfeik. Framarar voru síðan með leikinn í sínum höndum allan síðari hálfleikinn. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Magnús Erlendsson varði mjög vel í markinu. Framarar héldu í kvöld áfram sigurgöngu sinni með því að leggja Íslandsmeistara HK á heimavelli þeirra síðarnefndu, 24-30. Leikurinn var í jafnvægi framan af en í stöðunni 8-6 tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð. Framarar bættu örlítið við fram að leikhléi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 12-16. Síðari hálfleikur náði aldrei að verða spennandi. Safamýrapiltar höfðu heljartak á heimamönnum sem þeir slepptu ekki til leiksloka. Örlítið vonarglæta kviknaði hjá örfáum aðdáendum HK sem mættu á leikinn í stöðunni 20-25, þegar hinn harðskeytti línumaður Fram, Haraldur Þorvarðarson nældi sér í fjögurra mínútna brottvísun en heimamenn glutruðu þá boltanum trekk í trekk og gestirnir sigldu leiknum í örugga höfn. Framarar léku vel í kvöld, Vörnin virkaði mjög sterk á köflum og bak við hana stóð Magnús markmaður vaktina með prýði. Sóknarleikur Framara var fjölhæfur og þeir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. HK-ingar vilja líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Tæknifeilar þeirra voru á köflum pínlegir og varnarleikurinn hriplekur. Markverðir liðsins gerðu sitt besta en varnarmenn HK voru hreint ekki að hjálpa þeim mikið í kvöld. Athygli vakti að Bjarki Már Elísson misnotaði 6 skot í leiknum en það gerist ekki oft. Einar Jónsson: Maggi er að láta mig fá það óþvegiðMynd/VilhelmEinar Jónsson, þjálfari Fram, brosti breitt eftir leikinn. „Við náðum fínum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik og héldum þeim vel til leiksloka. Ég er rosalega ánægður að skora 30 mörk hérna í Digranesinu, það eru ekki mörg lið sem leika það eftir." Einar var ánægður með Magnús Erlendsson markvörð Fram. „Maggi er búinn að vera frábær í síðustu tveimur leikjum. Ég frysti hann duglega í upphafi móts og hann er að láta mig fá það óþvegið á jákvæðan hátt. Það er bara gaman að sjá til allra í liðinu, menn eru að leggja sig fram og þá er ég ánægður." Sigurður Eggertsson: Við vorum þunnir í fyrstu tveimur leikjunumMynd/VilhelmSigurður Eggertsson átti fínan leik í kvöld og var hreint ekki ósáttur eftir leikinn. „Við vorum ekkert svo góðir í dag, vörnin oft slöpp og sóknin frekar ryðguð en Maggi var reyndar flottur í markinu." Sigurður var með útskýringar á slæmri byrjun Framara í mótinu. „Það var eitthvað slen yfir okkur fyrst, menn eitthvað þunnir eftir þessa æfingaferð til Spánar og það sat í manni. Við erum samt með hrikalega flott lið ef allir eru í fíling og maður sér það svolítið í klefanum fyrir leik hvort að menn séu í réttum fíling." Eitt ljótasta handboltamark sögunnar leit dagsins ljós í kvöld og átti Sigurður heiðurinn af því. „Já, rosalega var þetta ljótt maður. Ég held að hann hafi varið hann þrisvar sinnum áður en boltinn fór inn. Ég fagnaði þessu marki extra vel." Sigurður ber þjálfara sínum góða sögu. „Ég hélt í alvörunni að það væri eitthvað að Einari fyrst þegar ég kom í Fram en svo er hann bara nettur náungi inn við beinið. Það er reyndar svolítið verið að spyrja mig hvort að hann liti á sér hárið en það gerir hann alls ekki. Hann fæddist bara með svona Scooter-hár." Kristinn Guðmundsson: Við munum rísa upp afturMynd/StefánKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið. „Við gerum okkur seka um allt og mikið af mistökum og leyfum þeim að refsa okkur grimmilega fyrir það. Þeir eru að fá fullt af auðveldum mörkum og öll þeirra vinna verður auðveldari en okkar vinna verður sífellt erfiðari." Kristinn er sannfærður um að HK hristi af sér slyðruorðið. „Við höfum oft fengið svona magalendingar en búningsklefinn er fullur af sterkum karakterum og við munum vinna okkur úr þessum vandræðum."
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira