Einar bað Hafstein og Gísla afsökunar Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku. Handbolti 15. febrúar 2012 06:00
Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár. Handbolti 13. febrúar 2012 22:06
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-24 | Fram í bikarúrslitin Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Handbolti 13. febrúar 2012 12:53
Afturelding náði stigi gegn Fram Framarar misstigu sig í Mosfellsbænum í kvöld er þeir fengu aðeins eitt stig gegn næstneðsta liði N1-deildarinnar, Aftureldingu. Handbolti 9. febrúar 2012 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Grótta – Akureyri 19-28 Akureyri vann öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Lokatölurnar urðu 19-28 og var sigur gestanna aldrei í hættu. Akureyringar halda því 5. sætinu að loknum 14. umferðum en Grótta er enn á botninum í leit að sínum fyrsta sigri. Handbolti 9. febrúar 2012 15:26
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 28-26 Góður seinni hálfleikur bætti upp fyrir lélega byrjun í 28-26 sigri HK á Valsmönnum í Digranesinu í kvöld. Eftir að vera 6-1 undir eftir aðeins 9 mínútur tóku heimamenn við sér og unnu að lokum 2 marka sigur. Handbolti 9. febrúar 2012 15:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 20-26 Topplið Hauka í N1-deild karla fer ekki vel af stað eftir EM-fríið. Liðið tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð og að þessu sinni gegn erfkifjendunum í FH á heimavelli, 20-26. Handbolti 9. febrúar 2012 15:18
Aron var mjög reiður sínum leikmönnum Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18. Handbolti 2. febrúar 2012 22:23
Hlynur: Gott að losna við öskrin í Óskari Hlynur Morthens, markvörður Vals, sló á létta strengi eftir flottan sigur hans manna á toppliði Hauka í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 2. febrúar 2012 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27 HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27. Handbolti 2. febrúar 2012 18:30
Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21 Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli. Handbolti 2. febrúar 2012 15:11
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18 Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði. Handbolti 2. febrúar 2012 15:09
Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Handbolti 2. febrúar 2012 15:06
45 daga bið endar í kvöld N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. Handbolti 2. febrúar 2012 06:00
Tveir Hafnarfjarðarslagir á þremur dögum Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Handbolti 27. janúar 2012 06:00
Guðlaugur og Heimir Örn báðir meiddir Varnaruxinn Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, er á hækjum þessa dagana eftir að hafa farið í hnéaðgerð skömmu fyrir jól. Handbolti 4. janúar 2012 10:00
Haukar völtuðu yfir FH - myndir Hafnfirðingar troðfylltu gamla íþróttahúsið við Strandgötu í gær þegar Haukar og FH kepptu til úrslita í deildarbikar HSÍ. Handbolti 29. desember 2011 06:30
FH skellti HK í framlengdum leik Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld. Handbolti 27. desember 2011 23:16
Haukar völtuðu yfir Framara Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10. Handbolti 27. desember 2011 19:39
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Handbolti 19. desember 2011 15:42
Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Handbolti 19. desember 2011 07:30
Akureyri skellti Valsmönnum - myndir Akureyringar eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum í N1-deild karla. Í gær vann liðið sterkan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda. Handbolti 19. desember 2011 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30 Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Handbolti 18. desember 2011 00:01
Ljóst hvaða lið mætast í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum HSÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram hvaða fjögur karlalið og fjögur kvennalið munu taka þá í Deildarbikar HSÍ sem fer fram eins og áður á milli jóla og nýárs. Í ár líkt og í fyrra ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn. Handbolti 16. desember 2011 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Handbolti 15. desember 2011 18:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 15. desember 2011 11:17
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27 HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar. Handbolti 15. desember 2011 11:11
FH-ingar í undanúrslitin í þriðja sinn á fjórum árum - myndir FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta þegar þeir sóttu Gróttumenn heim á Seltjarnarnesið í gær. Handbolti 13. desember 2011 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. Handbolti 12. desember 2011 15:07
Fram hafði betur í borgarslagnum - myndir Fram vann í gær eins marks sigur á Val í slag Reykjavíkurliðanna í N1-deild karla, 28-27. Með sigrinum komst Fram upp í annað sæti deildarinnar. Handbolti 12. desember 2011 06:00