Handbolti

Aron var mjög reiður sínum leikmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Valli
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18.

„Ég er mjög reiður enda var þetta mjög lélegt. Hugarfarið hjá liðinu var ekki í lagi í dag. Það er eitt að tapa þegar menn leggja sig fram en hitt liðið er bara betra og annað að tapa þegar við töpum svona kraftlausir og andlausir," sagði Aron svekktur.

„Menn héldu að þetta kæmi af sjálfu sér. Þetta var slappur leikur og dómgæslan í sama gæðaflokki. Við náðum aldrei að rífa okkur í gang og alveg sama hver kom inn. Andlegur undirbúningur var greinilega ekki í lagi því menn voru værukærir," sagði Aron en viðtal við hann og fleiri sem og umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×