Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Hörður 32-25 | Fallið blasir við Ísfirðingum Afturelding vann góðan sigur á botnliði Harðar í 18. umferð Olís-deildar karla. Leikið var í Mosfellsbæ þar sem heimamann réðu lögum og lofum í afar tíðinda litlum leik. Lokatölur 32-25. Handbolti 3. mars 2023 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21. Handbolti 3. mars 2023 22:16
„Þetta var torsóttur sigur“ Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. Handbolti 3. mars 2023 21:51
„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“ Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld. Handbolti 3. mars 2023 21:46
Geta unnið tuttugasta heimaleikinn í röð á Íslandsmótinu í kvöld Valsmenn geta orðið deildarmeistarar í kvöld þegar þeir fá Gróttu í heimsókn á Hlíðarenda og gengi liðsins í Origo höllinni síðustu mánuði segir okkur að það séu miklar líkur á heimasigri. Handbolti 3. mars 2023 16:00
ÍBV átti að vinna FH með tíu mörkum samkvæmt xG tölfræðinni Samkvæmt xG-tölfræðinni átti ÍBV að vinna FH í gær með tíu marka mun. FH-ingar unnu hins vegar leikinn á parketinu með þriggja marka mun, 27-24. Handbolti 3. mars 2023 13:30
Geta orðið fljótastir að vinna deildarmeistaratitilinn í 24 ár Valsmenn geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sigri á Gróttu á Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 3. mars 2023 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 35-30 | Haukar að missa af pakkanum Fram vann sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum stukku Framarar upp í þriðja sæti deildarinnar, en Haukar eru að missa af hinum þétta pakka sem er frá þriðja sæti og niður í það sjöunda. Handbolti 2. mars 2023 22:33
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. Handbolti 2. mars 2023 21:51
Ásgeir Örn: Allir lélegir Haukar töpuðu í kvöld með fimm marka mun gegn Fram í Úlfarsárdal í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 35-30. Handbolti 2. mars 2023 21:42
„Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. Handbolti 2. mars 2023 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 30-26 | Stjörnumenn upp í þriðja sætið Stjarnan komst upp í 3. sæti Olís-deildar karla með sigri á KA, 30-26, í Garðabænum í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Stjörnumenn fetinu framar í þeim seinni og unnu sinn annan sigur í röð. Handbolti 2. mars 2023 20:35
„Það er alvöru mótbyr“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá sínum mönnum til að vinna Stjörnuna í kvöld. Garðbæingar sigruðu Akureyringa, 30-26. Handbolti 2. mars 2023 20:31
„Svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum“ Magnús Stefánsson fær stöðuhækkun hjá ÍBV í sumar en hann tekur þá við þjálfun meistaraflokks karla í handbolta eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Erlings Richardssonar undanfarin ár. Handbolti 2. mars 2023 13:30
„Kom mér á óvart hvað FH var lengi að átta sig á því hvað Einar Bragi gat“ Frammistaða Einars Braga Aðalsteinssonar með FH hefur ekki komið Sebastian Alexanderssyni á óvart. Handbolti 2. mars 2023 12:01
„Mér finnst Selfoss aftur vera orðinn Selfoss“ Sebastian Alexandersson er hrifinn af því sem Þórir Ólafsson hefur gert með lið Selfoss í Olís-deild karla í vetur. Handbolti 2. mars 2023 11:01
„Það þarf góða eiginkonu til að bakka mann upp“ Þorgeir Haraldsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar Hauka, viðurkennir að síðustu ár hafi hann verið farinn að leita eftir arftaka sínum. Handbolti 2. mars 2023 11:01
Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Handbolti 2. mars 2023 10:01
„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Handbolti 2. mars 2023 09:00
Seinni bylgjan: Umdeildur lokakafli í leik Hauka og FH Haukar og FH gerðu jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum í Olís deild karla í handbolta í vikunni en bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmarkið í leiknum. Þau klúðruðu hins vegar bæði lokasóknum sínum. Handbolti 1. mars 2023 11:01
Alblóðugur í leik í Olís deildinni Slysin gerast og líka í Olís deild karla í handbolta. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson hafði ekki heppnina með sér í leik á móti Val í síðustu umferð. Handbolti 1. mars 2023 09:30
Magnús Stefánsson tekur við ÍBV eftir tímabilið Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Magnús Stefánsson um að hann muni taka við sem aðalþjálfari liðsins í Olís-deild karla að yfirstandandi tímabili loknu. Magnús skrifar undir tveggja ára samning. Handbolti 28. febrúar 2023 21:24
Þeytir skífum á kvöldin og nemur lífeindafræði á daginn Stiven Tobar Valencia er ekki maður einhamur. Auk þess að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta er hann plötusnúður og stundar háskólanám í lífeindafræði. Handbolti 28. febrúar 2023 08:00
„Þetta er bara FH-Haukar, þetta gerist alltaf“ „Fyrst og fremst er ég ánægður að við náðum varnarleiknum okkar til baka, við spiluðum frábæra vörn. Ég er ánægður með hvernig menn gáfu sig í þetta, það var mikil og góð liðsheild,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir jafntefli á móti Haukum í kvöld. Handbolti 27. febrúar 2023 22:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 24-24 | Allt jafnt í baráttunni um Hafnafjörð Þrátt fyrir að Haukar væru tveimur mörkum undir gegn nágrönnum sínum í FH þegar lítið var eftir af leik liðanna í Olís deild karla í handbolta þá tókst þeim að skora tvívegis og jafna þar með metin. Bæði lið fengu færi til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og lokatölur því 24-24. Handbolti 27. febrúar 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 30-31 | Endurkoma heimamanna hófst örlítið of seint Í kvöld lék Grótta gegn Fram í 17. umferð Olís-deildarinnar í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi. Leikurinn var tvískiptur. Heimamenn voru varla með í fyrri hálfleik en sóttu vel að Frömurum í síðari hálfleik. Fram fór þó með sigur úr býtum, 30-31 lokatölur. Handbolti 27. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun: Hörður - Stjarnan 25-35 | Starri Friðriksson saltaði Harðverja Stjarnan valtaði yfir Hörð á Ísafirði og vann tíu marka sigur 25-35. Eftir litlausan fyrri hálfleik setti Stjarnan í fluggírinn og valtaði yfir Harðverja í seinni hálfleik. Handbolti 27. febrúar 2023 19:30
Útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn í fimm ár og fimm mánuði Haukar fá nágranna sína í FH í heimsókn á Ásvelli í kvöld í seinni deildarleik liðanna í Olís deild karla í handbolta á þessu tímabili. Handbolti 27. febrúar 2023 15:31
„Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone. Handbolti 27. febrúar 2023 14:31
Umfjöllun og viðtöl: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli Selfyssingar skelltu KA-mönnum norðan heiða í Olís deildinni í handbolta í dag. Handbolti 26. febrúar 2023 19:40