„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:14 Patrekur Jóhannesson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40