Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni

    Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Stjörnunni í 7. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Bæði liðin voru með tvo sigra í deildinni fyrir leikinn en það voru gestirnir sem lönduðu sigri, 23-32.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mættu með rjómatertu í klefann til Vals sem endaði í andlitinu

    „Hvort verða það stelpurnar eða þú sem færð rjómatertuna í andlitið eftir leik?“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, glottandi þegar hún færði Ágústi Jóhannssyni tertu að gjöf í búningsklefa kvennaliðs Vals í handbolta á miðvikudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst reiður við dómarann: Ég er ekki hundur

    Ágúst Þór Jóhannsson er með Valskonur ósigraðar og með fullt hús á toppi Olís deildar kvenna í handbolta eftir öruggan þrettán marka sigur á ÍBV í gær, 35-22. Hann var ekki alveg sáttur með dómarann í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta gerist ekki betra“

    Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

    „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Betri heima en á parketinu í Safamýri“

    „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu

    Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér.

    Handbolti