Valsskonur skoruðu 22 mörk í fyrri hálfleik og unnu með 14 | Úrslitin í dag Valskonur komust upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir öruggan fjórtán marka sigur á FH í Kaplakrika, 36-22. Valur og Fram er bæði með 26 stig á toppnum en Fram er með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna. Handbolti 17. mars 2012 19:42
Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Handbolti 17. mars 2012 15:56
Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. Handbolti 12. mars 2012 19:48
Öruggt hjá Stjörnunni gegn KA/Þór Stjarnan komst í dag upp að hlið HK í fjórða sæti N1-deildar kvenna er það vann öruggan sex marka sigur á KA/Þór sem er í sjöunda sæti. Handbolti 10. mars 2012 17:21
Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk. Handbolti 10. mars 2012 16:22
Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur. Handbolti 9. mars 2012 21:21
Ágúst velur landsliðið fyrir leiki gegn Sviss Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfar A-landsliðs kvenna í handbolta, tilkynnti í dag 19 manna landsliðshóp fyrir tvo leiki við Sviss í undankeppni EM 2012. Handbolti 5. mars 2012 11:16
Tíu marka sigur Fram á Stjörnunni Fram er með tveggja stiga forystu á toppi N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 27-17, í Safamýrinni í dag. Handbolti 4. mars 2012 17:06
Óvæntur sigur Gróttu á HK | KA/Þór vann Hauka Gróttukonur gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan útisigur á HK í N1-deild kvenna í dag. Lokatölur 25-23 fyrir Seltirninga. Handbolti 3. mars 2012 16:26
Valskonur höfðu betur gegn Eyjakonum | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik þegar þær lögðu Eyjakonur að velli 18-27. Sigur Valskvenna var öruggur og langþráður en liðið hafði ekki unnið bikarinn í tólf ár. Handbolti 25. febrúar 2012 16:11
Hrafnhildur Ósk: Ætluðum ekki að grenja hérna þriðja árið í röð "Þetta var eiginlega alltof auðvelt. Við vorum að búast við hörkuleik en hernaðaráætlun okkar tókst fullkomlega. Við ætluðum að koma þeim á óvart með framliggjandi vörn og þær voru ekkert að komast framhjá okkur,” sagði Hrafnhildur. Handbolti 25. febrúar 2012 15:36
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 18-27 | Valur bikarmeistari Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Handbolti 25. febrúar 2012 12:45
Valskonur sigurstranglegri Hið spræka lið ÍBV fær það verðuga verkefni að takast á við hið ógnarsterka lið Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna en leikurinn hefst klukkan 13.30. Handbolti 25. febrúar 2012 07:30
N1-deild kvenna: Auðvelt hjá Fram á Akureyri Fram og Valur eru jöfn að stigum í N1-deild kvenna eftir öruggan átta marka sigur Fram á KA/Þór fyrir norðan. Handbolti 18. febrúar 2012 18:23
N1-deild kvenna: ÍBV í þriðja sætið | Auðvelt hjá Val Tveimur leikjum af þremur í N1-deild kvenna í dag er lokið. Valur og ÍBV unnu bæði góða sigra en sigur Valskvenna var talsvert auðveldari. Handbolti 18. febrúar 2012 15:46
Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar. Handbolti 17. febrúar 2012 22:16
Fram og Valur með örugga sigra Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli. Handbolti 11. febrúar 2012 18:15
Rakel Dögg samdi við Stjörnuna Rakel Dögg Bragadóttir er aftur gengin til liðs við Stjörnuna en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Handbolti 11. febrúar 2012 17:59
Ágúst útilokar ekki að koma heim „Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger. Handbolti 9. febrúar 2012 06:30
Eyjastúlkur á leið í Höllina eftir auðveldan sigur á FH ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna er liðið vann afar öruggan sigur, 24-13, á FH í Vestmannaeyjum. Handbolti 8. febrúar 2012 21:02
Búið að fresta undanúrslitaleiknum í Eyjum Nú síðdegis var ákveðið að fresta undanúrslitaleik ÍBV og FH í Eimskipsbikar kvenna í handbolta vegna veðurs. Handbolti 7. febrúar 2012 17:30
KA/Þór vann óvæntan sigur á HK og komst af botninum KA/Þór, botnliðið í N1-deild kvenna í handbolta, vann mjög óvæntan 23-22 sigur á HK í KA-húsinu í kvöld. KA/Þór komst þar með úr botnsæti deildarinnar og sendi FH-konur þangað í staðinn. Handbolti 4. febrúar 2012 18:25
Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól. Handbolti 4. febrúar 2012 17:12
Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs. Handbolti 4. febrúar 2012 15:07
Stórsigur Fram á FH Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum. Handbolti 3. febrúar 2012 22:12
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-23 Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Handbolti 31. janúar 2012 18:21
Haukar og ÍBV unnu leiki sína í N1-deild kvenna Haukar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í FH í viðureign liðanna í N1-deild kvenna í Schenkerhöllinni í dag. Þá vann ÍBV góðan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi. Handbolti 28. janúar 2012 18:25
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. Íslenski boltinn 28. janúar 2012 14:07
Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið. Handbolti 28. janúar 2012 13:30
Dagný best í fyrsta hlutanum Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu. Handbolti 27. janúar 2012 12:49