Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af.

Skoðun
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir gagn­rýni Guð­mundar en kallar eftir auknu fjár­magni

Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brim gert að greiða dag­sektir

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið á­kvörðun um að beita Brim hf. dag­sektum þar sem fyrir­tækið hefur ekki enn veitt mikil­vægar upp­lýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfir­standandi at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar-og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rógburður SFS í stuttu máli

Nú er farinn í hönd sá tími sem áróðursmaskína SFS fer í yfirsnúning. Það virðist vera árviss viðburður að þegar ótímabær stöðvun strandveiða ber að garði og óréttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins blasir við þjóðinni, þá tínir SFS til kjaftasögur til þess að sverta strandveiðar, gjarnan á forsendum sem eru algjörlega órökstuddar.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðar í stuttu máli

Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á skamm­sýni þegar öllu fjár­magni fram­taks­sjóða er stýrt frá Reykja­vík

Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar.

Innherji
Fréttamynd

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð?

Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld.

Skoðun
Fréttamynd

Sæbýli klárar 400 milljóna útboð og áformar frekari vöxt

Fyrirtækið Sæbýli, sem ræktar sæeyru á Suðurnesjum, hefur sótt sér 400 milljónir króna eftir að hafa lokið við hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum. Stjórnarformaður Sæbýlis, sem er að stórum hluta í eigu Eyris, segir að næsta skref verði að færa félagið frá því að vera í frumkvöðlastarfsemi yfir í að vera „mjög arðsöm eining“ í matvælaframleiðslu.

Innherji
Fréttamynd

Ó­­þefur í Ólafs­­firði „há­­tíð“ miðað við það sem áður var

Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur strandveiða

Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Öngstræti matvælaráðherra

„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Hlut­hafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar

Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið.

Innherji
Fréttamynd

Sam­komu­lag um á­fram­haldandi upp­byggingu Arctic Fish á Vest­fjörðum

Arctic Fish ehf. hefur undir­ritað sam­komu­lag um 25 milljarða króna endur­fjár­mögnun á fé­laginu með sam­banka­láni DNB, Danske Bank, Nor­dea og Ra­bobank. Um er að ræða lána­samning til þriggja ára með mögu­leika á fram­lengingu. Fjár­magnið verður notað til upp­greiðslu nú­verandi lána og fjár­mögnunar á­fram­haldandi vexti fé­lagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ker­ec­is er fyrst­i ein­hyrn­ing­ur Ís­lands

Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.

Innherji
Fréttamynd

Næst stærsta yfir­taka Ís­lands­sögunnar víta­mín­sprauta fyrir markaðinn

Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna.

Innherji
Fréttamynd

Fisk­veiði­ráð­gjöf og strand­veiðar

Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé.

Skoðun