Við getum víst hindrað laxastrok Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 27. september 2023 08:31 Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar