Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða

Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna.

Innherji
Fréttamynd

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Innlent
Fréttamynd

Jöfn tækifæri til strandveiða

Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki.

Skoðun
Fréttamynd

Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu

Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Árni Friðriksson í makrílrannsóknum

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn 4. júlí til að taka þátt í alþjóðlegum leiðangri sem stendur yfir til 23. júlí. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.

Innlent
Fréttamynd

„Mikil aftur­för, van­hugsað og ég er ó­sátt við minn ráð­herra“

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagn­rýn­ir Svandísi Svavars­dótt­ur, matvælaráðherra, harðlega fyr­ir áætlan­ir um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“

Innlent
Fréttamynd

Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna.

Innlent
Fréttamynd

Með hland fyrir hjartanu

Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði.

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða

Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir.

Skoðun
Fréttamynd

Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði

Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305

Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slegnir yfir fyrir­hugaðri lækkun afla­marks þorsks

Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Hvalbátarnir rákust saman þegar dráttarbátur reyndist of kraftlítill

Neyðarleg uppákoma varð í Reykjavíkurhöfn í dag þegar hvalbátar Hvals hf. voru að leggja frá bryggju til hvalveiða. Dráttarbátur Faxaflóahafna réð ekki við það verkefni að draga fyrri hvalbátinn, Hval 9, frá hinum bátnum, Hval 8, og missti hann frá sér. Það varð til þess að Hvalur 9 rakst bæði utan í Hval 8 sem og skuttogarann Sigurborgu SH.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að standa gegn kröfum hags­muna­aðila

Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið.

Viðskipti innlent