Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"

„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni. 

Innherji
Fréttamynd

Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar

Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð.

Innlent
Fréttamynd

Mun minni kvóta­skerðing en varað hafði verið við

Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn.

Innlent
Fréttamynd

Fiskheimildir og framsal: 30 ára stríðið - Mál að linni?

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því, um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið og leita lausna.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórða þorskastríðið er fram undan

Fyrir þingkosningar síðasta haust settu Sósíalistar fram stefnu sína í sjávarútvegsmálum þar sem kom fram að flokkurinn vildi leggja af kvótakerfið. Sósíalistar bentu á að kvótakerfið, sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana, hefði þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings.

Skoðun
Fréttamynd

15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist

Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Verbúðin er enn okkar saga

Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ballið að byrja á loðnuvertíðinni

Fundur stórrar loðnutorfu grunnt undan Suðausturlandi markar kaflaskil á yfirstandandi vertíð en þar með er staðfest að loðnan er gengin upp á landgrunnið, byrjuð að þéttast í torfur og að nálgast sitt verðmætasta form.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svan­dís stað­festir svikin við sjávar­byggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er­­­lendir miðlar fjalla um mögu­­legt hval­veiði­bann Ís­lands

Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024.

Innlent
Fréttamynd

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu

Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Innlent