Ætla að byggja hátæknifiskvinnsluhús fyrir eldisfisk á Patreksfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 18:23 Teikning af fiskvinnslunni sem fyrirhugað er að byggja á Patreksfirði. Arnarlax Arnarlax og Vesturbyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð. Áætlað er að um 100 störf skapist með nýju fiskvinnslunni og gert ráð fyrir að hægt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfiski í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnarlaxi. Þar segir að stefnt sé að því að nýja fiskvinnslan verði allt 10 þúsund fermetrar og verði byggð á lóð í eigu Vesturbyggðar. Viljayfirlýsingin sé þá bundin því að samningar náist og allar forsendur standist. Í viljayfirlýsingunni er jafnframt mælt fyrir um flutning á móttökusvæði fyrir úrgang og kveðið á um uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn. Arnarlax hyggst reisa húsið á Vatnseyri á Patreksfirði en ekki liggur enn fyrir hvenær framkvæmdir geti hafist. Næstu skref séu að ljúka við gerð samninga, teikna upp nýtt deiliskipulag svæðisins og undirbúa framkvæmdir með niðurrifi, flutningi á núverandi starfsemi og uppbyggingu frekari innviða á svæðinu. Hér má sjá stærð fyrirhugaðs hátæknivinnsluhúss á Patreksfirði.Arnarlax Þá þurfi jafnframt að skoða hvernig núverandi innviðir félagsins á Bíldudal nýtist nærsamfélaginu og fyrirtækinu sem best til áframhaldandi uppbyggingar. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að eldra húsnæði Straumness, sem stendur á lóðinni, verði rifið og móttökusvæði fyrir úrgang verði flutt. Gert er ráð fyrir uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn, uppsetningu biðkvía við höfnina, auk þess sem gerður verði langtímasamningur um greiðslur til sveitarfélagsins í formi aflagjalda. Í viljayfirlýsingunni er einnig mælt fyrir um að gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir Héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu. Vesturbyggð Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43 Iða úr Arnarlax í Lax-Inn Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu. 9. desember 2021 16:04 Arnarlax freistar þess að fá blágrænan lit skráðan sem vörumerki Hugverkastofu hefur borist ein umsókn um skráningu litamerkis en umsækjandinn er fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hf. Ný lög sem tóku gildi í fyrra opna á að á Íslandi sé hægt að skrá ýmis konar óhefðbundin vörumerki, á borð við liti, hljóð og umbúðir. 24. september 2021 11:38 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnarlaxi. Þar segir að stefnt sé að því að nýja fiskvinnslan verði allt 10 þúsund fermetrar og verði byggð á lóð í eigu Vesturbyggðar. Viljayfirlýsingin sé þá bundin því að samningar náist og allar forsendur standist. Í viljayfirlýsingunni er jafnframt mælt fyrir um flutning á móttökusvæði fyrir úrgang og kveðið á um uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn. Arnarlax hyggst reisa húsið á Vatnseyri á Patreksfirði en ekki liggur enn fyrir hvenær framkvæmdir geti hafist. Næstu skref séu að ljúka við gerð samninga, teikna upp nýtt deiliskipulag svæðisins og undirbúa framkvæmdir með niðurrifi, flutningi á núverandi starfsemi og uppbyggingu frekari innviða á svæðinu. Hér má sjá stærð fyrirhugaðs hátæknivinnsluhúss á Patreksfirði.Arnarlax Þá þurfi jafnframt að skoða hvernig núverandi innviðir félagsins á Bíldudal nýtist nærsamfélaginu og fyrirtækinu sem best til áframhaldandi uppbyggingar. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að eldra húsnæði Straumness, sem stendur á lóðinni, verði rifið og móttökusvæði fyrir úrgang verði flutt. Gert er ráð fyrir uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn, uppsetningu biðkvía við höfnina, auk þess sem gerður verði langtímasamningur um greiðslur til sveitarfélagsins í formi aflagjalda. Í viljayfirlýsingunni er einnig mælt fyrir um að gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir Héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.
Vesturbyggð Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43 Iða úr Arnarlax í Lax-Inn Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu. 9. desember 2021 16:04 Arnarlax freistar þess að fá blágrænan lit skráðan sem vörumerki Hugverkastofu hefur borist ein umsókn um skráningu litamerkis en umsækjandinn er fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hf. Ný lög sem tóku gildi í fyrra opna á að á Íslandi sé hægt að skrá ýmis konar óhefðbundin vörumerki, á borð við liti, hljóð og umbúðir. 24. september 2021 11:38 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra. 12. maí 2022 11:43
Iða úr Arnarlax í Lax-Inn Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu. 9. desember 2021 16:04
Arnarlax freistar þess að fá blágrænan lit skráðan sem vörumerki Hugverkastofu hefur borist ein umsókn um skráningu litamerkis en umsækjandinn er fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hf. Ný lög sem tóku gildi í fyrra opna á að á Íslandi sé hægt að skrá ýmis konar óhefðbundin vörumerki, á borð við liti, hljóð og umbúðir. 24. september 2021 11:38