Sérstaða Íslands við fisksölu hefur tapast Markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hefur sett niður með uppbroti stórra sölusamtaka. Þekkt vörumerki töpuðust og þar með forskot sem Ísland hafði. Á fjórða tug fyrirtækja annast sölumál sjávarafurða í dag. Einstök fyrirtæki selja eigin fisk. Innlent 4. febrúar 2014 17:37
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Innlent 12. nóvember 2013 14:30
Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Innlent 30. desember 2012 19:46
Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. Innlent 10. desember 2012 10:19
Kvótafrumvarp mun valda fólksfækkun í eyjum Verði kvótafrumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi, leiðir það til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta segir í umsögn um bæjarráðs Vestmannaeyja sem telur að með frumvarpinu skerðist aflaheimildir í Eyjum um 15 prósent. Um 100 manns, sem starfi við veiðar og vinnslu, missi vinnuna og með afleiddum störfum megi gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist. Innlent 30. ágúst 2011 19:30
Líkir kvótafrumvarpinu við Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið Verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umsögn bæjarráðs Vestmannaeyjar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram að Innlent 30. ágúst 2011 15:52
Laxeldi eykst um helming Búist er við 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi milli ára. Búist er við meira en helmingsaukningu í laxeldi frá því í fyrra. Enn eru miklar væntingar til þorskeldis, sem þó er enn á þróunarstigi. Innlent 28. ágúst 2004 00:01