Svar við ósannindum Það er óskemmtilegt þegar vegið er að manni með dylgjum og ósannindum. En það má a.m.k. reyna að koma á framfæri því sem satt er. Skoðun 20. október 2016 07:00
Framsýni eða skammsýni í menntamálum? Í liðinni viku birtu sjö rektorar íslenskra háskóla opið bréf þar sem þeir vara við þeirri stefnumótun sem birtist í Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021. Þar kemur fram að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Skoðun 18. október 2016 07:00
Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Skoðun 14. október 2016 10:18
90% stúlkur? Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90% Skoðun 12. október 2016 09:00
Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Skoðun 10. október 2016 07:00
Myndlistin og samfélagið Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Skoðun 8. október 2016 07:00
Útrýmum kynbundnum launamun Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Skoðun 7. október 2016 07:00
Vítahringur kvennalauna Á sumarmánuðum eignaðist kona stúlkubarn. Barnið kom nokkuð óvænt undir - en einungis tveimur mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag átti konan að hefja framhaldsnám erlendis. Bakþankar 7. október 2016 07:00
Opnun HÖFÐA Friðarseturs Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Skoðun 7. október 2016 00:00
Góðar samgöngur eru arðsamar Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Skoðun 6. október 2016 07:00
Grunnþörf allra Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Skoðun 30. september 2016 07:00
Hið smáa Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Skoðun 29. september 2016 07:00
Kjósum gott líf Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Skoðun 26. september 2016 07:00
Sparkassen-samfélagsbanki Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum Skoðun 24. september 2016 07:00
Anna og Abida Hún heitir Abida og er tíu ára. Tólf tíma á dag starfar hún í morkinni verksmiðju í Bangladess. Aðbúnaðurinn hörmulegur og launin varla nokkur. Hún er fórnarlamb barnaþrælkunar. Tími hennar er ódýr. Bakþankar 23. september 2016 07:00
Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Skoðun 22. september 2016 07:00
Skólamál sett í forgang Meirihluti borgarstjórnar hefur blásið til sóknar í skólamálum með aðgerðum í leikskólum og grunnskólum. Aðgerðirnar eru í tíu liðum og fela í sér að 919 milljónum króna er bætt við fjárveitingar til skólamála á þessu hausti. Skoðun 17. september 2016 07:00
Aukin gæði í ferðaþjónustu Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Skoðun 14. september 2016 09:00
Fátækt Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Skoðun 14. september 2016 07:00
Grundvallarmunur Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Skoðun 12. september 2016 10:00
Undan plastfilmunni Í vikunni eldaði ég spaghetti bolognese. Það er nú almennt ekki í frásögur færandi. En í þetta skipti varð mér brugðið. Þegar hráefnið var komið í pottana sat eftir svo mikið plast að fylla mátti heilan poka. Bakþankar 9. september 2016 07:00
Lánshæfiseinkunn – hvað er það? Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, Skoðun 9. september 2016 07:00
Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu, Skoðun 8. september 2016 07:00
Bætt lýðheilsa – þjóðhagslega hagkvæmt Lýðheilsuaðgerðir miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga, og þjóðarinnar í heild með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Skoðun 6. september 2016 07:00
Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Skoðun 5. september 2016 08:29
Hærri framlög til skólamála Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Skoðun 2. september 2016 07:00
Fagfólk getur skipt sköpum Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi Skoðun 1. september 2016 07:00
Kosið um peninga og völd Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu Skoðun 30. ágúst 2016 07:00
Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Skoðun 30. ágúst 2016 07:00
Rétt skal vera rétt Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Skoðun 29. ágúst 2016 07:00
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun