Grunur um smit meðal grunnskólanema í Þorlákshöfn Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun. Innlent 27. apríl 2021 00:10
Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár. Innlent 26. apríl 2021 22:38
Óvíst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árshátíð VA Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað. Innlent 26. apríl 2021 18:11
Ofbeldi gegn barni á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál starfsmanns á leikskólanum Sólborg í Sandgerði sem sakaður er um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Starfsmanninum hefur verið vikið frá störfum og var málið kært til lögreglu. Innlent 26. apríl 2021 16:10
Um klám, vændi og menntun Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Skoðun 26. apríl 2021 09:31
Fjöldi barna á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví Öll börn í 1. til 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa að fara í sóttkví til þriðjudags þar sem þau voru útsett fyrir Covid-19 smiti. Nemandi við skólann greindist með Covid-19 á laugardag. Innlent 26. apríl 2021 02:27
Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Innlent 25. apríl 2021 18:30
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. Innlent 24. apríl 2021 22:04
Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. Innlent 24. apríl 2021 18:19
Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Skoðun 24. apríl 2021 12:31
Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. Innlent 24. apríl 2021 12:25
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. Innlent 23. apríl 2021 10:09
Er nú skólastjóri í skólanum þar sem hún var í tossabekk „Ég bý í Laugarási í Biskupstungum þannig að ég ferðast tvö hundruð kílómetra,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Lífið 23. apríl 2021 09:15
Fimmtán í sóttkví vegna smits í Vallaskóla Tólf nemendur og þrír starfsmenn í Vallaskóla á Selfossi eru nú í sóttkví eftir að nemandi í 4. bekk greindist smitaður af kórónuveirunni. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun, einkennalaus, og sótti tíma með nemendum í tveimur list- og verkgreinahópum í 4. bekk. Innlent 22. apríl 2021 22:33
Kofabyggðirnar Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda. Skoðun 22. apríl 2021 17:31
Börnin búa betur í Garðabæ Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur. Skoðun 22. apríl 2021 14:00
Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði? Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Skoðun 22. apríl 2021 12:01
Börnin bíða í Garðabæ Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Skoðun 22. apríl 2021 08:01
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. Menning 21. apríl 2021 17:07
Snjöll um alla borg Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita. Skoðun 21. apríl 2021 15:01
Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum „Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust. Innlent 21. apríl 2021 10:21
Nemendurnir tveir reyndust ekki smitaðir Tveir nemendur í 2. og 4. bekk í Vallaskóla á Selfossi, sem grunur lék á að væru smitaðir af kórónuveirunni, reyndust ekki smitaðir. Úrvinnslusóttkví í árgöngunum tveimur hefur því verið aflétt og skólahald hefst með eðlilegum hætti á morgun. Innlent 20. apríl 2021 20:06
Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. Innlent 20. apríl 2021 15:46
Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19. Innlent 20. apríl 2021 14:45
Gætu þurft að herða tökin í skólunum Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær. Innlent 20. apríl 2021 12:29
Skólakerfið og það sem var og það sem er Við munum öll eftir kennaranum sem við litum sérstaklega mikið upp til eða þeim sem hafði sérstaklega mikil áhrif á líf okkar. Skoðun 20. apríl 2021 09:31
Mikilvægt að vita hvers vegna við erum að greina börn „Ég held stundum að við gleymum því að það stendur í námsskránni að við séum uppeldis- og menntastofnun. Stundum finnst mér betra að tala um skólana sem velferðarstofnun,“ segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í Varmárskóla um hlutverk skólanna. Lífið 20. apríl 2021 09:00
Allir starfsmenn leikskóla á Selfossi í sóttkví og skólinn lokaður á morgun Allir starfsmenn leikskólans Álfheima á Selfossi hafa verið sendir í sóttkví og verður leikskólinn lokaður að minnsta kosti út morgundaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður. Þetta staðfestir Jóhanna Þórhallsdóttir, leikskólastjóri Álfheima, í samtali við Vísi. Innlent 19. apríl 2021 21:59
Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“ Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins. Innlent 19. apríl 2021 21:01
Sex þjálfarar hjá Víkingi komnir í sóttkví Sex þjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi eru komnir í sóttkví, þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum Jörfa þar sem upp kom hópsmit. Innlent 19. apríl 2021 13:02