Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Guð­ríður Hrund skipuð skóla­meistari MK

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið.

Innlent
Fréttamynd

Að leysa vandann með quick fix

Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum.

Skoðun
Fréttamynd

María Sig­rún birtir tölvu­pósta Dags

„Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Á endanum snýst þetta allt um peninga“

Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi.

Innlent
Fréttamynd

„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur?

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við lang­tíma­kjara­samninga

Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram

Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Banda­ríkja­menn þurfa að þrýsta á Ísraela

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“

Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. 

Innlent
Fréttamynd

Inn­rás á Rafah stríðir gegn allri mann­úð

Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Að­stæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun

Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt.

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokksins?

Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Að lifa í skugga heilsu­brests

Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf.

Skoðun
Fréttamynd

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent
Fréttamynd

Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking

Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðingar elli­líf­eyris­þega um landsmálin og orkumálin

Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru lýðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri og stundum jafnvel óþarfir þar sem reynsluleysi þeirra og hroðvirkni er himinhrópandi. Þar er öll gullhúðunin gott dæmi, einnig allskyns regluverk sem sett hefur verið og þingheimur skilur illa og ræður ekki við, þetta allt er farið að minna á þjóðsöguna um orminn sem lá á gullinu og að lokum gleypti eigandann.

Skoðun