Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Skoðun 15. janúar 2024 11:30
Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Innlent 15. janúar 2024 11:07
Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. Innlent 15. janúar 2024 09:56
Fastanefndir þingsins koma saman og hefja störf Fastanefndir Alþingis hefja störf í dag en vika er þangað til þingið kemur saman eftir jólafrí. Fundað verður í fjórum fastanefndum í dag, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd, atvinnuveganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd. Innlent 15. janúar 2024 07:16
Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Innlent 14. janúar 2024 19:34
Ríkisstjórnin fundar vegna eldgossins Ráðherranefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda klukkan fimm í dag vegna eldgossins sem hófst í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er á leið til landsins, en hún hefur verið erlendis undanfarna daga. Innlent 14. janúar 2024 14:00
„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. Innlent 14. janúar 2024 11:31
Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Innlent 13. janúar 2024 17:55
Ástríðupólitíkusinn Guðlaugur Þór er hvergi nærri á förum Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990. Lífið 13. janúar 2024 07:00
Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Innlent 12. janúar 2024 15:28
Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. Innlent 12. janúar 2024 13:27
Verður formaður stjórnar Þjóðarhallar Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal. Innlent 12. janúar 2024 13:12
Framboðstilkynning til forseta Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta. Skoðun 12. janúar 2024 12:30
Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Innlent 12. janúar 2024 12:01
Áfram gakk! Kjarni Kvosarinnar verður heildstætt göngusvæði Göngugötur hafi notið vinsælda meðal borgarbúa undanfarin ár. Í nýlegri könnun Maskínu kom enn og aftur fram að mikill meirihluti Reykvíkinga eða nærri þrír af hverjum fjórum er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Skoðun 12. janúar 2024 11:00
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. Innlent 12. janúar 2024 08:48
Kílómetragjald á landsbyggðina? Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Skoðun 12. janúar 2024 07:00
Frekari athugun verði gerð á meðferð vöggustofubarna Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar. Innlent 11. janúar 2024 17:47
Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Innlent 11. janúar 2024 15:44
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. Innlent 11. janúar 2024 14:53
Bjarni heiðraður á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisfloksins stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í desember. Innlent 11. janúar 2024 14:17
Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. Innlent 11. janúar 2024 12:01
Sigurborg Ósk til SSNE Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík. Viðskipti innlent 11. janúar 2024 10:57
Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Skoðun 11. janúar 2024 08:00
Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Skoðun 11. janúar 2024 07:00
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. Innlent 10. janúar 2024 19:13
Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ Innlent 10. janúar 2024 17:25
Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Sport 10. janúar 2024 16:28
Þátttakan skapi gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun Þátttaka Íslands í InvestEU áætluninni mun skapa gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun með áherslu á stafræna þróun og grænar lausnir. Þetta segir nýsköpunarráðherra sem kynnti verkefnið í morgun. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 14:00
Hver er ráðherra stafrænnar innleiðingar? Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Skoðun 10. janúar 2024 13:41