Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ríkis­stjórnin verði að dempa á­fallið sem hlýst af vaxta­hækkunum

Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi.

Innlent
Fréttamynd

Djöfla­eyjan, raun­veru­leika­þáttur í boði ríkis­stjórnar

Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet.

Skoðun
Fréttamynd

Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa

Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Að skilja engan eftir?

Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert.

Skoðun
Fréttamynd

Lýst eftir fjármálaráðherra

Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt.

Innlent
Fréttamynd

Spírallinn heldur á­fram

Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­aukið mynda­véla­eftir­lit í mið­borginni

Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Öruggasti pylsu­vagn í heimi

Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín sökuð um að flissa með fas­istum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista.

Innlent
Fréttamynd

Loka­yfir­lýsingin stutt en nái vel utan um grund­vallar­at­riðin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar.

Innlent
Fréttamynd

Vopn­væðum öryggi?

Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað.

Skoðun
Fréttamynd

Langþráðri niðurstöðu náð

Þau ánægjulegu tíðindi bárust seinni partinn í gær að sættir hafi náðst vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir á flugferðir.

Skoðun
Fréttamynd

Stoltur gest­gjafi

Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026

Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Fyrir­séð ógn í að­draganda þessa fundar“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. 

Innlent