Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 12:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélagsins taldi kjarasamning kennara í höfn. Vísir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira