Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sigur­borg Ósk til SSNE

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður mun endur­skoða gjald­skrár

Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík eignist nýja vini í Palestínu

Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkt að Kvosin og Austur­­stræti verði göngu­­svæði

Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“

Innlent
Fréttamynd

Er ráð­herra hafinn yfir lög?

„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með Grind­víkinga?

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Enn tveimur skrefum frá sam­einingu skólanna

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Urriðakotshraun frið­lýst

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á morgun friðlýsa Urriðakotshraun sem fólkvang. Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum.

Innlent
Fréttamynd

VG hafi varið ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins van­trausti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi.

Innlent
Fréttamynd

Næst­stærsti há­skóli landsins í pípunum

Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís og sjallarnir

Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Dreifingu fjölpósts hætt

Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. 

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var drulluhrædd í heilt ár“

„Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði.

Innlent
Fréttamynd

Bíða við­bragða ríkis­stjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Innlent