Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Innlent 20. nóvember 2024 10:50
Pólitísk loforð Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda. Skoðun 20. nóvember 2024 10:01
Örugg landamæri eru forgangsmál Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Skoðun 20. nóvember 2024 09:45
100 þúsund á mánuði Vextir eru ekki bara tölur á blaði. Lágir vextir gera fjölskyldum kleift að blómstra, fyrirtækjum að fjárfesta og samfélögum að dafna. Ódýrara fjármagn veitir súrefni inn í hagkerfið, skapar tækifæri og hvetur til nýsköpunar. Skoðun 20. nóvember 2024 09:18
Lögum grunninn Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Skoðun 20. nóvember 2024 09:02
Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum skv. nýrri könnun Gallup. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismál og Samfylkingin. Skoðun 20. nóvember 2024 08:15
Eldri borgarar. Takið eftir Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Skoðun 20. nóvember 2024 08:01
„Það var reitt hátt til höggs“ Það hefði líklega fáa grunað að uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík yrði eitt stærsta fréttamál ársins 2018. Uppbyggingin á bragganum fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið og það sauð upp úr þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök „höfundarréttarvarin“ strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. Innlent 20. nóvember 2024 07:02
„Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekkert vera sérstaklega mikið fyrir sterkan mat. Hann er líklega með stærstu hendur nokkurs frambjóðenda en þetta er sannreynt þegar skorað er á hann í puttastríð. Lífið 20. nóvember 2024 07:02
Arðrán um hábjartan dag? Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun. Skoðun 20. nóvember 2024 07:01
Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Skoðun 20. nóvember 2024 06:33
Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Skoðun 20. nóvember 2024 06:15
Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Skoðun 20. nóvember 2024 06:02
Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Innlent 19. nóvember 2024 22:04
Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 19. nóvember 2024 21:44
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Innlent 19. nóvember 2024 21:21
Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Każdy z nas powinien czuć, że ma znaczenie, że należy do wspólnoty i że jego obecność jest istotna. To szczególnie ważne dla osób, które przyjeżdżają na Islandię z innych krajów, często nie znając jeszcze społecznych norm i zwyczajów. Skoðun 19. nóvember 2024 20:46
Orka flækt í þungu regluverki Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. Skoðun 19. nóvember 2024 20:31
Að lifa með reisn Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Skoðun 19. nóvember 2024 20:17
„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Innlent 19. nóvember 2024 18:32
Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er maður með skoðanir. Fylgi flokksins í könnunum hefur verið nokkuð gott síðustu mánuði en Sindri Sindrason leit við hjá honum á dögunum og fékk sér morgunbollann með honum í Íslandi í dag á Stöð 2. Lífið 19. nóvember 2024 18:02
Það er verið að ljúga að okkur Þótt við myndum slökkva á öllum vélum og verksmiðjum og flytja mannkynið á einu bretti til plánetunnar Mars með öllu sem okkur fylgir, hefði það engin áhrif á hitastig jarðar, hvorki til hækkunar né lækkunar. Hamfarahlýnun er upplogið ástand, eingöngu til að hræða fólk svo auðveldara sé að stjórna því. Skoðun 19. nóvember 2024 18:02
Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Skoðun 19. nóvember 2024 17:31
Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Innlent 19. nóvember 2024 17:07
Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Flugmálafélag Íslands hefur boðað til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkana fyrir næstkomandi alþingiskosningar. Fundurinn hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Innlent 19. nóvember 2024 16:34
Sérhagsmunafúsk á Alþingi Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Skoðun 19. nóvember 2024 15:31
Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Innlent 19. nóvember 2024 15:28
Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Innlent 19. nóvember 2024 15:00
Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Innlent 19. nóvember 2024 13:48
Af hverju að gefa sósíalistum séns? Það er nefnilega fullt að fólki sem hefur það einfaldlega skítt, nær vart endum saman, húsnæðiskostnaðurinn orðinn ALLT of hár og er hreinlega að sliga fólk, sí hækkandi matar og eldsneytis verð og efnahagslegt umhverfi sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra sem best hafa það, hjálpar heldur ekki til. Skoðun 19. nóvember 2024 13:32