Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sig­mundur taki stríðnina alla leið

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kíkti í settið til Sindra Sindrasonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hún segir bróður sinn hafa verið brjálæðislega stríðinn í æsku og er bjartsýn á gengi flokksins í kvöld en Nanna skipar jafnframt 2. sætið í Kraganum fyrir flokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum

Sjónvarpskonan Birna María Másdóttir betur þekkt sem Bibba fór á stjá í vikunni og kannaði stemninguna hjá stjórnmálaflokkunum á kosningamiðstöðvum þeirra. Innslagið var sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.

Lífið
Fréttamynd

„Á­lagið er þessi fjar­vera“

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, segir mikið álag hafa verið á heimili þeirra hjóna á kjörtímabilinu. „Álagið er þessi fjarvera. Það er mikil fjarvera. Það er miklu fórnað fyrir pólitíkina.“

Lífið
Fréttamynd

„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“

Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun.

Innlent
Fréttamynd

Við­búið að talning tefjist í ein­hverjum kjör­dæmum

Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar.

Innlent
Fréttamynd

Hröð bar­átta og skortur á dýpt

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir alltaf frábært að setja x við P. Það gerði hún í morgun. Hún sagðist þá ætla að verja deginum í kosningamiðstöð þar sem hún stefnir á að hringja í nokkra óákveðna kjósendur.

Innlent
Fréttamynd

Sam­töl við kjós­endur standa upp úr

Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar segir það sérstakt að kjósa en geta ekki veitt sjálfum sér atkvæði, þar sem hann býr í Reykjavík suður en flokkurinn býður fram í Reykjavík norður.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar­leiki er ó­frá­víkjan­leg krafa

Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir út­sendara skipu­lagðra glæpa­sam­taka hér á landi?

Það var frétt á Dv.is sem ég las föstudaginn 29.11.2024 með fyrirsögninni: Mohamed og Sunneva hljóta þunga dóma fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot – bræður undir lögaldri sóttu pakkann. Í dómnum kom fram að Mohamed var í september 2019 dæmdur í áfrýjunarrétti Vestur-Svíþjóðar í átján mánaða fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl og jafnframt vísað frá Svíþjóð og bönnuð endurkoma fyrir 7. október 2024.

Skoðun
Fréttamynd

Tekist að opna alla kjör­staði í Norðaustur­kjör­dæmi

Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG.

Innlent
Fréttamynd

Sam­vinna er leiðin til hag­sældar

Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Á sér langa sögu eld­fimra um­mæla

Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 

Innlent
Fréttamynd

Auð­velt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir valið hafa verið auðvelt á kjörstað í morgun, þó hann sé í þeirri skrítnu stöðu að geta ekki kosið sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri.

Innlent
Fréttamynd

Við­varanir komnar í gildi og orðið ó­fært sums staðar

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú.

Veður