Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innherji
Fréttamynd

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja

Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt.

Innlent
Fréttamynd

Jöfn tæki­færi til vel­sældar og þroska

Eftir stutt en snarpt desemberþing liggja nú fyrir helstu áherslur fyrir árið 2022. Það er mér sérstakt ánægjuefni að samþykktur hefur verið áframhaldandi íþrótta- og tómstundastyrkur barna á tekjulágum heimilum.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að plástra brotna sál

Nær alla mína ævi hef ég haft ósýnilegan farþega sem hangir sem bakpoki á mér. Stundum er hann níðþungur og stundum er hann fisléttur.

Skoðun
Fréttamynd

Helga Möller í pólitíkina

Söngkonan Helga Möller hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segist stefna á þriðja eða fjórða sætið í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa fengið „inni­halds­­laust“ bréf frá Katrínu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur.

Innlent
Fréttamynd

Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?

Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.

Klinkið
Fréttamynd

„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“

Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins

Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á

Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.

Klinkið
Fréttamynd

Gott sam­fé­lag þarf góðar al­manna­tryggingar

Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því.

Skoðun
Fréttamynd

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Innlent
Fréttamynd

Inga Sæ­land á­nægð með skaupið: „Ég er búin að marg­hlæja að þessu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu.

Lífið
Fréttamynd

Munar um Mið­flokkinn á nýju ári?

Miðflokkurinn var stofnaður á fjölmennum fundi þann 8. október 2017 í Rúgbrauðsgerðinni. Flokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar.

Skoðun