„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Innlent 26. apríl 2022 22:00
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Viðskipti innlent 26. apríl 2022 21:53
Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Skoðun 26. apríl 2022 21:01
Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lífið 26. apríl 2022 21:01
Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Innlent 26. apríl 2022 20:30
Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Innlent 26. apríl 2022 20:00
„Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Skoðun 26. apríl 2022 19:31
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Innlent 26. apríl 2022 19:31
Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu heiti Kænugarður Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að torg á horni Garðastrætis og Túngötu verði héðan í frá kennt við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Innlent 26. apríl 2022 19:11
Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Innlent 26. apríl 2022 19:00
Í þjónustu fyrir Garðabæ Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Skoðun 26. apríl 2022 17:01
Tryggjum fötluðum áheyrn í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar! Málefni fatlaðra og þjónustuskyldur sveitafélaga.Það er yfirleitt ekki ágreiningur um hvort sveitarfélög eigi að sinna félagslegum lögboðnum skyldum sínum en hitt er annað mál að oft greinir ráðamönnum á með hvaða hætti og að hve miklu leyti sveitarfélögum ber að sinna þeim. Skoðun 26. apríl 2022 16:30
Dagný Jónsdóttir ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands um samhæfingu mála. Hún mun vinna að því að samhæfa stefnu og aðgerðir í málaflokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. Innlent 26. apríl 2022 16:27
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Innlent 26. apríl 2022 15:40
Virkjum mannauð í Fjarðabyggð Fjarðabyggð hefur vaxið af miklum krafti í kjölfar atvinnuuppbyggingar. Íbúum fjölgað ört síðustu 15 ár og enn fjölgar. Skoðun 26. apríl 2022 15:01
Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Innlent 26. apríl 2022 15:01
Oddvitaáskorunin: Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lífið 26. apríl 2022 15:01
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Innlent 26. apríl 2022 14:39
Okkar samfélag - Álftanes Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Skoðun 26. apríl 2022 13:31
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. Innlent 26. apríl 2022 13:00
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Innlent 26. apríl 2022 12:00
Dauði Bankasýslunnar er björgunarlína ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hvarf sjónum yfir páskana þegar ljóst varð hvernig viðbrögð fólksins í landinu voru eftir að listi yfir kaupendur í bréfum Íslandsbanka var birtur. Ekki náðist í formenn ríkisstjórnarflokkanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar dögum saman. Skoðun 26. apríl 2022 11:30
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Innlent 26. apríl 2022 11:13
Skólar sem efla öll börn Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Skoðun 26. apríl 2022 11:01
Lögregla til taks vegna mótmæla við Ráðherrabústaðinn Nokkrir lögreglumenn standa vaktina við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem á annan tug mótmælenda er saman kominn og bíður þess að fundi ríkisstjórnarinnar ljúki. Innlent 26. apríl 2022 11:00
Oddvitaáskorunin: Fór út í kant til að hleypa löggunni hjá en var sjálf stöðvuð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lífið 26. apríl 2022 09:01
Viðreisn vill Reykjanesbrautina í stokk Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Skoðun 26. apríl 2022 09:01
Reykjavik Group Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Skoðun 26. apríl 2022 08:30
Lengra en Strikið Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Skoðun 26. apríl 2022 08:01
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Innlent 26. apríl 2022 07:36