Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu

Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna.

Innlent
Fréttamynd

„Já, fínt“

Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Formennirnir mættu á Sprengisand

Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálamenn út, pítsur og súkkulaði inn

Rís þá í okkur dagur eftir langa nótt, sagði skáldið… Ásýnd miðbæjarins var strax önnur þegar hjólað var til vinnu úr miðbænum og í Laugardal á sjöunda tímanum, þegar tekið var að grána fyrir fyrsta degi nýs pólitísks veruleika á Íslandi að afloknum þingkosningum 2021.

Innlent
Fréttamynd

Bíður milli vonar og ótta: „Ég skil ekkert í þessum tölum“

Sig­mar Guð­munds­son, sem situr í öðru sæti Við­reisnar í Suð­vestur­kjör­dæmi, er einn þeirra jöfnunar­manna sem eru afar tæpir inn á þing. Hann hefur verið inni í jöfnunar­sæti í síðustu tveimur tölum sem birtar voru úr kjör­dæminu en hvort hann komist inn sem kjör­dæma­kjörinn þing­maður mun ráðast þegar loka­tölur úr Suð­vestur­kjör­dæmi verða birtar, lík­lega á næsta klukku­tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum viljað sjá meira“

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

Innlent
Fréttamynd

Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað

Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði.

Lífið
Fréttamynd

Katrín sátt við fyrstu tölur

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. 

Innlent