Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar

Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

Egils­staða­flug­völlur – öryggisins vegna

Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk.

Skoðun
Fréttamynd

Viðvaranir

Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp.

Skoðun
Fréttamynd

Við pössum ekki öll í sömu stærð af buxum

Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga.

Skoðun
Fréttamynd

Velkomin frá Úkraínu

Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Varð­veisla Maríu Júlíu BA 36

Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri.

Skoðun
Fréttamynd

Bær í örum vexti í Pallborðinu

Íbúum hefur hvergi fjölgað jafn mikið á undanförnum árum eins og í Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Oddvitar þriggja framboða mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kex fyrir alla!

Fyrir nokkrum vikum ákvað ég ásamt vinum mínum að stofna nýtt framboð til sveitarstjórnarkosninga. Ég hafði fyrir þann tíma engar áætlanir um það að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Það er nægt bygginga­land í Hafnar­firði

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við ekki öll eldast?

Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir eru valkostirnir í vor?

Valið fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er skýrt. Að kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn er ávísun á að núverandi vinstri meirihluta haldi velli, eftir atvikum með einhverjum nýjum meðreiðarsveinum

Skoðun
Fréttamynd

Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar

Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Ekki bara núna heldur í gegnum alla Íslandssöguna.

Skoðun
Fréttamynd

Þú átt 5.741.000 kr.

Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í for­ystu í aukinni um­hverfis­vernd

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi.

Skoðun
Fréttamynd

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Innlent
Fréttamynd

Betri bær fyrir börn og unglinga

Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar

Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það er verk að vinna í Hafnar­firði

Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að bregðast við!

Hveragerði hefur alltaf verið mikill íþrótta- og útivistarbær. Við erum með eitt fallegasta útisvæði landsins undir Hamrinum, gríðarleg tækifæri til uppbyggingar á Grýluvallarsvæðinu og einstaka sundlaug í Laugarskarði. En betur má ef duga skal.

Skoðun