Óvissa um örlög 690 íbúða vegna Reykjavíkurflugvallar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 20:15 Borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Innviðaráðuneytið segir uppbyggingu 690 íbúða við nýjan Skerjafjörð og framkvæmdir vegna þeirra ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði. Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði.
Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41