Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hvað eru þessir Píratar eigin­lega?

Ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í þegar ég sótti um starf hjá Pírötum í fyrra. Ég þekkti Pírata ekki neitt, ég minnist þess ekki einu sinni að hafa kosið þá, verandi fyrrverandi Verslingur og fyrrverandi formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í ofanálag.

Skoðun
Fréttamynd

Setjum frelsið á dagskrá

Ég tilheyri þeirri kynslóð sem var mjög ung þegar hrunið átti sér stað. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en miklu síðar hve mikil áhrif það hafði á líf mitt að alast upp á þessum skrýtnu tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að koma varan­legri Co­vid-deild á lag­girnar

Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir erfiðu lífi í ný­­sjá­­lensku leiðinni

Hin svo­kallaða „ný­sjá­lenska leið“ í bar­áttunni við heims­far­aldurinn, sem margir stjórnar­and­stæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Ís­lendingum í um­ræðunni, að sögn Sigur­geirs Péturs­sonar, ræðis­manns Ís­lands á Nýja-Sjá­landi.

Erlent
Fréttamynd

„Lengi lifi byltingin, sem byrjar í hjarta sérhvers manns“

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi Pírati, segist ekki hafa gengið í Sósíalistaflokkinn til að gefa kost á sér til þingsetu í aðdraganda kosninga. Hún segist þvert á móti vilja taka þátt í að móta framtíðina í fylkingu fólks sem sé ekki „fast í viðjum kjörtímabila“ og vakni bara til lífs þegar kosningar eru í vændum.

Innlent
Fréttamynd

Óheilbrigða kerfið

Fyrir Alþingiskosningar lofa margir frambjóðendur fögrum fyrirheitum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Gullslegin loforð þeirra fuðra flest upp um leið og atkvæðin falla ofan í kjörkassann. Á botninum eru þau geymd á öruggum stað þar til frambjóðandinn þarf aftur á atkvæði almúgans að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins!

Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Með frelsi hverra að leiðarljósi?

Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala?

Skoðun
Fréttamynd

Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn?

Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum.

Skoðun
Fréttamynd

María og Þór leiða lista sósíalista í Kraganum

Sósíalistar hafa birt framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum svokallaða, fyrir komandi Alþingiskosningar. María Pétursdóttir skipar fyrsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður er í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Bára ætlar í fram­boð fyrir Sósíal­ista­flokkinn

Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni og uppljóstrari, hyggst gefa kost á sér á lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Bára vakti mikla athygli árið 2018 þegar hún steig fram sem uppljóstrarinn á Klausturbar þar sem hún tók upp afdrifaríkar samræður þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir skuldar þér ekki af­sökunar­beiðni

Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni.

Skoðun
Fréttamynd

Forsætisráðherra segir marga möguleika til stjórnarmyndunar

Forsætisráðherra segir ýmsa möguleika til stjórnarmyndunar að loknum kosningum ef úrslitin yrðu eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Formaður Flokks fólksins er viss um að flokkurinn nái mönnum inn á þing þótt könnunin gefi það ekki til kynna.

Innlent
Fréttamynd

Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka

Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla.

Innlent
Fréttamynd

Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin

Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Gleðilegan þolmarkadag!

Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt:

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri.

Innlent