Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. Innlent 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. Innlent 26. júní 2024 19:31
„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. Innlent 26. júní 2024 18:09
Forsætisráðherra vongóður um samkomulag um stjórnarskrárbreytingar Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands með að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann geri sér vonir um að samkomulag náist milli flokka á þingi stjórnarskrárbreytinigar. Innlent 26. júní 2024 15:00
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. Innlent 26. júní 2024 14:31
Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Innlent 26. júní 2024 12:24
Sjókvíeldi: aðför gegn náttúrunni Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman. Skoðun 26. júní 2024 09:30
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. Innlent 26. júní 2024 09:21
Árangursríkur þingvetur skilar samfélaginu í rétta átt Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa. Skoðun 26. júní 2024 08:00
Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. Innlent 25. júní 2024 15:21
1969 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Skoðun 25. júní 2024 12:00
Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25. júní 2024 09:40
„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Menning 25. júní 2024 08:30
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Mjög hefur ágerst hin síðari ár að ræða um störf kjörinna fulltrúa, á Alþingi og í sveitarstjórnum eins og það sé sjálfgefið að þeir sem þar starfa eigi fátt skilið nema skít og skömm fyrir sín störf. Skoðun 24. júní 2024 18:01
Þakklát eftir fund með „viljugum“ Bjarna Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem síðustu daga hefur vakið athygli bágri stöðu nýbakaðra foreldra í tengslum við leiksólapláss og fæðingarorlof, átti fund með forsætisráðherra í dag og fór yfir stöðuna. Innlent 24. júní 2024 16:58
FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Innlent 24. júní 2024 16:34
Sterkari grunnskóli með gjaldfrjálsum skólamáltíðum Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Skoðun 24. júní 2024 14:31
Forsætisráðherra vill ekki víkja fyrir forsetanum á 17. júní Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til. Innlent 24. júní 2024 14:20
Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Innlent 24. júní 2024 13:58
Gefa út kynjað skuldabréf Ríkissjóður Íslands hefur gefið út kynjað skuldabréf að fjárhæð fimmtíu milljónir evra, jafnvirði um 7,5 milljarða króna. Íslands er með útgáfunni orðið fyrsta þjóðríki heimsins sem gefur út kynjað skuldabréf. Viðskipti innlent 24. júní 2024 12:25
Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Innlent 24. júní 2024 11:59
Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Innlent 24. júní 2024 11:15
Vandar um við Sigmund Davíð Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Innlent 24. júní 2024 10:08
Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Innlent 24. júní 2024 07:50
Lagareldi í lagalegu tómarúmi Á dögunum varð ljóst að frumvarp matvælaráðherra um lagareldi næði ekki fram að ganga á þessu þingi. Skoðun 23. júní 2024 21:01
Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Innlent 23. júní 2024 18:13
Andrúmsloftið í ríkisstjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst. Innlent 23. júní 2024 16:00
Rektor HR segir mikilvægt að verja valfrelsi nemenda Alls útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík í gær með alls 701 prófgráðu. Í ræðu sinni ræddi Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, meðal annars þá ákvörðun HR fyrr á árinu að afnema ekki skólagjöld, í kjölfar tilboðs frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fulla fjármögnun ríkisins gegn afnámi skólagjalda. Innlent 23. júní 2024 13:11
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Innlent 23. júní 2024 11:52
Ráðherra ber mikla ábyrgð Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. Skoðun 23. júní 2024 11:00