Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svan­dísar

Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi frestar fundum

Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort ríkis­stjórnin lifi fram­boðið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar fram­boð til for­seta al­var­lega

Katrín Jakobsdóttir staðfestir að hún sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og muni greina frá niðurstöðu sinni á næstu dögum. Tveir forsetaframbjóðendur hafa bæst í hópinn frá í gær, þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Grétarsson. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar sérstaklega í dag um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama her­bergi

Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vænt fjar­vera Bjarna á fundi í Brussel

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta lands­á­ætlun Ís­lands um sjald­gæfa sjúk­dóma

Skömmu fyrir páska skilaði vinnuhópur á vegum Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, drögum að landsáætlun um sjaldgæfa sjúkdóma. Landsáætlun er ætlað að vera leiðbeinandi um þjónustu við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem falla undir skilmerki um sjaldgæfa sjúkdóma.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í að bið eftir jarð­göngum lengist

Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum.

Innlent
Fréttamynd

Sterkir forsetaframbjóðendur geta gjör­breytt stöðunni

Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands eða ekki. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

„Veit að hún er að hugsa málið“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn í heil­brigðis­kerfinu

Fyrir síðustu kosningar var heilbrigðiskerfið mikið til umfjöllunar enda stærsta sameiginlega verkefni þjóðarinnar. Verkefni heilbrigðiskerfisins eru ærin og þurfa stöðugrar skoðunar við og þar má aldrei slá slöku við hvorki í umbótum, þróun eða nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri for­­seta­efni og nú eða 60 stykki

Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur.

Innlent
Fréttamynd

Kröfur ríkisins til þing­lýstra eigna

Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Vill kosningar ó­háð valhoppi Katrínar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur
Fréttamynd

Svan­dísar bíði van­trausts­til­laga

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir metarð­greiðslu og segir OR þurfa á „öllu fjár­magni“ að halda

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýnir þá ákvörðun að greiða út nánast allan hagnað síðasta árs í arð til eigenda og segir hana ekki réttlætanlega með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins, fjármögnunarkjörum þess á mörkuðum og stöðu orkumála almennt. Áform um hlutafjáraukningu með aðkomu nýrra fjárfesta að tveimur dótturfélögum OR hafa tafist nokkuð og hefur stjórnin af þeim sökum meðal annars hækkað brúarlán til Carbfix um meira en fjóra milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum.

Innlent