Broussard kom Grindvíkingum í Höllina Aaron Broussard tryggði Grindavík sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni þegar hann nýtti annað af tveimur vítum sínum 5,46 sekúndum fyrir leikslok í undanúrslitaleik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag en Grindavík vann leikinn 84-83. Keflvíkingurinn Billy Baptist átti lokaskot leiksins en það geigaði. Körfubolti 27. janúar 2013 16:50
Við Pálína tókum til í hausnum á mér Magnús Þór Gunnarsson hefur sýnt á sér tvær hliðar í vetur. Hann var "ömurlegur“ eins og hann segir sjálfur í október og nóvember en tímabilið hans byrjaði að eigin sögn í fyrsta leik desembermánaðar. Körfubolti 24. janúar 2013 06:00
Tilþrifin úr Stjörnuleiknum um helgina Hinn árlegi Stjörnuleikur íslenska körfuboltans fór fram um helgina og höfðu margir gaman af enda einbeittu leikmenn sér að því að skemmta sér og áhorfendum. SportTV.is sýndi beint frá leiknum og strákarnir þar hafa nú tekið saman samantekt frá deginum. Körfubolti 21. janúar 2013 17:15
Enginn tvíhöfði í Hólminum Körfuknattleikssambandið hefur gefið út tímasetningar á undanúrslitaleikjum í Powerade-bikarnum sem fara fram um næstu helgi. Snæfellingar fengu heimaleiki hjá bæði körlum og konum en leikirnir fara samt fram sitthvorn daginn. Körfubolti 21. janúar 2013 15:45
Magnús Þór vann þriggja stiga keppnina eftir bráðabana Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson vann sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Ásgarði í dag. Körfubolti 19. janúar 2013 16:20
Þór áfram efst, KR tapaði á Króknum - úrslit kvöldsins Fimm leikir fóru fram í þrettándu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Fjögur lið voru efst og jöfn fyrir leiki kvöldsins en aðeins Þór og Grindavík unnu sína leiki. Körfubolti 17. janúar 2013 21:21
Grindvíkingar sóttu tvö stig í Hólminn Frábær fyrsti og fjórði leikhluti skilaði Grindvíkingum sex stiga sigri á Snæfelli, 90-84, í Stykkishólmi í 13. umferð Dominos-deild karla í kvöld en liðin voru jöfn á toppnum fyrir leikinn. Grindavík hefur unnið báða leikina á móti Snæfelli í vetur sem gæti reynst liðinu afar dýrmætt í æsispennandi toppbaráttu deildarinnar. Körfubolti 17. janúar 2013 21:04
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 107 - 103 Keflvíkingar unnu í kvöld sigur í háspennuleik gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokasekúndum leiksins þegar lokatilraun gestanna geigaði og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Körfubolti 17. janúar 2013 18:45
Sjóðandi heitur fyrir utan 3ja stiga línuna Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var í gær valinn besti leikmaðurinn í fyrri umferð Dominos-deildar karla en Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var við sama tilefni kosinn besti þjálfarinn. Körfubolti 17. janúar 2013 06:00
Jón Ólafur valinn bestur í fyrri umferðinni Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaðurinn í fyrri umferð Dominosdeildar karla en Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var við sama tilefni kosinn besti þjálfarinn. Körfubolti 16. janúar 2013 14:59
Búið að draga í undanúrslitum Powerade-bikarsins Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum. Snæfell fékk heimaleik bæði í karla- og kvennaflokki. Körfubolti 15. janúar 2013 12:37
Fjögur félög efst og jöfn í körfunni - úrslit kvöldsins Þór og Snæfell unnu bæði leiki sína í tólftu umferð Dominosdeildar karla í körfubolta í kvöld sem þýðir að fjögur félög eru nú efst og jöfn í deildinni með 18 stig hvert félag. Þórsarar komust í toppsætið á innbyrðisviðureignum eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 84-83, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 14. janúar 2013 21:09
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Snæfell 93 -102 | Eftir framlengingu Snæfell sigraði ÍR 102-93 í framlengdum leik í Herz hellinum í Breiðholti í kvöld. ÍR vann upp níu stiga forskot í fjórða leikhluta og tryggði sér framlengingu en Snæfell var mun sterkari í framlengingunni og hafði sigur. Körfubolti 14. janúar 2013 18:45
KR vann með nýjum Kana | Úrslit kvöldsins Þrír leikir fóru fram í Domino's-deild karla í kvöld. KR hafði betur gegn Fjölni, 98-87, þar sem Darshawn McClellan lék sinn fyrsta leik með KR-ingum. Körfubolti 13. janúar 2013 21:16
Fínn sigur hjá KFÍ í Grafarvogi KFÍ komst upp að hlið ÍR í tíunda sæti Dominos-deildar karla í kvöld er liðið lagði Fjölni í Grafarvogi. Körfubolti 11. janúar 2013 21:04
Keflavík skellti Grindavík | Skallarnir unnu fyrir norðan Grindavík tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur er nágrannar þeirra frá Keflavík komu í heimsókn í Röstina. Körfubolti 10. janúar 2013 21:12
Hnéð fór afar illa hjá Jóni Jón Sverrisson, körfuboltamaður hjá Fjölni, verður ekkert meira með liðinu á þessu tímabili og missir örugglega af stórum hluta af því næsta eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans eru mjög alvarleg. Jón meiddist mjög illa á hné í leik á móti Stjörnunni í Dominosdeildinni á dögunum. Körfubolti 9. janúar 2013 15:54
Nonni Mæju fékk flest atkvæði í stjörnuliðið Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli, fékk flest atkvæði íslenskra leikmanna fyrir stjörnuleikinn í Domino's-deild karla. Byrjunarliðin voru tilkynnt í dag. Körfubolti 8. janúar 2013 14:14
Stjörnumenn stungu af í seinni hálfleik - fyrstir í undanúrslitin Stjörnumenn eru komnir í undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir 17 stiga sigur á ÍR, 94-77, í Garðabænum í dag. ÍR-ingar voru tveimur stigum yfir í hálfleik, 40-38, en Stjörnumenn skiptu um gír í þeim síðari og unnu öruggan sigur. Körfubolti 6. janúar 2013 16:34
Mætast tvisvar sinnum með lið sín á einum sólarhring Ingi Þór Steinþórsson, þjálfar báða meistaraflokkana hjá Snæfelli í körfuboltanum og sömu sögu er að segja af Ágústi Sigurði Björgvinssyni sem þjálfar báða meistaraflokkana hjá Val. Á næsta sólarhring mætast þeir tvisvar sinnum með lið sín. Körfubolti 5. janúar 2013 14:00
Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Körfubolti 4. janúar 2013 21:08
Beðið eftir nothæfum klukkum í Seljaskóla Töf hefur orðið á viðureign ÍR og Keflavíkur í Domino's-deild karla í körfubolta. Leikklukkan í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Breiðholti virkar ekki. Körfubolti 4. janúar 2013 20:20
Fyrstu leikir ársins í karlakörfunni í kvöld Dominos-deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld eftir jólafrí en þá fara fram allir sex leikirnir í elleftu umferðinni. Þetta er síðasta umferðin í fyrri hlutanum og eftir hana hafa öll liðin í deildinni mæst. Körfubolti 4. janúar 2013 16:15
Miles kominn í þriðja íslenska liðið á tímabilinu Karlalið ÍR í körfubolta hefur ekki fyllt í skarð Isaac Miles sem lék með liðinu fram að jólum en er genginn í raðir Fjölnis. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Karfan.is. Körfubolti 4. janúar 2013 15:31
McClellan á leið til KR | Missir af leiknum gegn KFÍ Meistaraflokkur karla hjá KR í körfubolta á von á liðstyrk. Bandaríkjamaðurinn Darshawn McClellan, sem er kraftframherji, er á leið til félagsins. Körfubolti 4. janúar 2013 15:14
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 95-87 Stjörnumenn unnu í kvöld ágætan heimasigur gegn Fjölni í Dominos-deild karla, 95-87. Eftir að Fjölnir hafði byrjað leikinn betur náðu heimamenn yfirhöndinni og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur. Körfubolti 4. janúar 2013 14:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 70-104 Snæfell komst aftur á sigurbraut í Dominosdeild karla í kvöld með afar öruggum sigri á heimamönnum í Njarðvík. Lokatölur urðu 70:104 fyrir gestina úr Hólminum sem halda sér í toppbaráttunni með sigrinum. Körfubolti 4. janúar 2013 14:44
Besti varnarmaðurinn í Makedóníu til Stjörnunnar Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn 27 ára Jarrid Frye. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis. Körfubolti 3. janúar 2013 19:32
Daníel Guðni samdi við Grindavík til 2014 Körfuknattleikskappinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Grindavík til loka keppnistímabilsins 2013-2014. Körfubolti 27. desember 2012 18:30
Nýr Kani til Keflavíkur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkurliðsins. Körfubolti 24. desember 2012 19:00