Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87

    Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Snæfell - 82-77

    Þór Þorlákshöfn vann í kvöld frábæran sigur á Snæfell, 82-77, í 8-liða úrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta. Snæfell hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en heimamenn gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhlutanum komu Þórsarar tvíefldir til leiks og náðu að innbyrða magnaðan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltinn í brennidepli í Boltanum

    Körfuboltinn verður í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 milli 11 og 12 í dag. Úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar hófst í gær og það verður spáð í spilin með körfuboltagúrúunum Baldri Beck og Jóni Birni Ólafssyni.

    Sport
    Fréttamynd

    Einvígi góðkunningjanna

    Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson eru ekki að mætast í fyrsta sinn í úrslitakeppni en það eru æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson að gera. Tvö einvígi í átta liða úrslitunum fara af stað í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hjalti tekur við Fjölni - Gunnar ekki áfram með ÍR

    Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við þjálfun Fjölnisliðsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is í kvöld. Fjölnir lét Örvar Þór Kristjánsson fara á dögunum. Karfan.is segir einnig frá því að Gunnar Sverrisson muni ekki þjálfa áfram lið ÍR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-68

    KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pressan er á Grindavík og KR

    Grindavík og KR hefja leik í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Bæði lið keppa við söguna, KR hefur ekki varið Íslandsmeistaratitil í 33 ár og Grindavík hefur aldrei orðið deildarmeistari og Íslandsmeistari á sama ári.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvari sagt upp hjá Fjölni

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis ákvað að segja upp samningi Örvars Þórs Kristjánssonar þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Fjölnir missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bullock og Benedikt stóðu sig best í seinni hlutanum

    J'Nathan Bullock leikmaður Grindavíkur og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór úr Þorlákshöfn voru kosnir bestir í seinni hluta Iceland Express deildar karla í körfubolta en tilkynnt var um valið á blaðamannafundi fyrir komandi úrslitakeppni karla. Það er sérstök valnefnd á vegum KKÍ sem kýs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svali Björgvins spáir í spilin í úrslitakeppnum körfuboltans

    Svali Björgvinsson mætti til Valtýs Bjarnar Valtýssonar í Boltanum á X-inu 977 í dag og fór yfir íslenska körfuboltann en framundan er úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla og kvenna. Svali fór líka yfir gang mála í umspili um sæti í Iceland Express deild karla auk þess að hann og Valtýr ræddu aðeins stöðuna í NBA-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Við hræðumst engan

    "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 79-85

    Þór sigraði Hauka 79-85 á útivelli í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hauka sem þegar voru fallnir í 1. deild og góðan endasprett náði Þór að knýja fram sigur og tryggja sér þriðja sæti deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eitt stórt reikningsdæmi í lok kvölds

    Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mæta

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta

    Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum.

    Körfubolti