Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Björn Steinar tryggði Grindavík sigur í Toyota-höllinni í Keflavík

    Björn Steinar Brynjólfsson tryggði Grindavík 86-85 sigur á Keflavík í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld með því að skora þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar halda því fjögurra stiga forskoti á toppnum og eru nú komnir með sex stigum meira en Keflavík sem er í 3. sætinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas og Govens valdir bestir

    Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji Kaninn til liðs við Hauka

    Karlalið Hauka í Iceland Express-deildinni hefur bætt við sig þriðja Bandaríkjamanninum fyrir seinni hluta mótsins. Leikmaðurinn heitir Aleek Pauline og er leikstjórnandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar eiga troðslumeistarann í ár

    Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér

    Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna

    Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit

    Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin

    Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld?

    Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt

    Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu

    Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR semur við tveggja metra Serba

    Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana.

    Körfubolti