Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Rósótt þema í tískupartýi

Tribeca-kvikmyndahátíðin stendur þessa dagana yfir í New York en margmenni er statt í borginni af því tilefni. Ýmiss konar boð eru víðs vegar um New York en partý á vegum tískuhússins Chanel var stjörnum prýtt. Rósir settu skemmtilegan svip á gleðskapinn þar sem leikarar, fyrirsætur og tískufyrirmyndir brostu breitt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vandað vel til verka

Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands var haldin á sumardaginn fyrsta og þar kenndi ýmissa grasa. Ellefu fatahönnuðir útskrifuðust í ár og sýndu meðal annars vel sniðnar buxnadragtir á konur og risavaxin glimmervesti.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jean Paul Gaultier hannar fyrir Diet Coke

Listamaðurinn Carolyn Roper málaði tvær breskar fyrirsætur sem sátu fyrir í glugga versluninni Harvey Nichols í London fyrir herferð drykkjarins Diet Coke. Líkamar stúlknanna áttu að tákna flöskur framleiðandans...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fer til New York í sumar

Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fjallað um Kríu í NY Times

Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuður, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um línuna á síðum sínum í byrjun vikunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Handverk í formi málverks

Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona á Akureyri notar útsaumsmunstur kvenna í málverk og skúlptúra. „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stubbur á kodda

Ragnhildur Anna Jónsdóttir vinnur barnaföt undir merkinu Jónsdóttir & co. Nýjasta varan er unnin upp úr gamalli barnasögu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Next-stúlkan valin í Hörpunni

Eskimo/Next-fyrirsætukeppnin fór fram í Hörpu á síðasta degi vetrar. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og var það Gyða Katrín Guðnadóttir sem fór með sigur af hólmi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Í eina sæng með Mac

Snyrtivöruframleiðandinn Mac mun senda frá sér nýja línu í haust sem unnin er í samstarfi við Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Fyrirtækið hefur áður unnið með konum á borð við Iris Apfel, Beth Ditto og Miss Piggy úr Prúðuleikunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lína innblásin af spíritisma

Sævar Markús Óskarsson frumsýndi fyrir stuttu brot úr fyrstu fatalínu sinni. Línan er bæði ætluð konum og körlum og inniheldur kjóla, jakka og buxur svo fátt eitt sé nefnt og er meðal annars innblásin af spíritisma og tékkneskum kvikmyndum frá sjöunda áratugnum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýr hönnuður Dior

Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fatalína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kolfinna í ítalska Vogue

Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir kemur fyrir í myndaþætti fyrir ítalska Vogue sem nefnist Because The Night. Ljósmyndarinn Steven Meisel myndaði þáttinn en hann myndaði meðal annars Madonnu fyrir bók hennar Sex sem kom út árið 1992. Meisel stundaði nám við Parsons The New School for Design og hefur áður unnið með tískuhúsum á borð við Versace, Valentino, Dolce & Gabbana og Calvin Klein.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Handagangur í Hörpu

Fjöldi manns vann baki brotnu baksviðs á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu um helgina þar sem mikill handagangur var í öskjunni. Fyrirsætur æfðu sig í að ganga á himinháum hælum milli atriða. Förðunar- og hárteymi stóðu í ströngu og göldruðu fram ævintýralegt útlit á færibandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fær tískuráð frá tengdó

Katrín hertogaynja af Cambridge er mikil tískufyrirmynd og allt sem hún klæðist rýkur úr hillum búðanna. Tengdafaðir hennar Karl Bretaprins hefur tekið eftir þessari þróun og vill nú að hún klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed en merkið er í miklu uppáhaldi hjá prinsinum. Fyrirtækið þarf að bæta sölu á alþjóðlegum markaði og bíður nú í ofvæni eftir að hertogaynjan klæðist fatnaði frá þeim.

Tíska og hönnun