Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Shadow Creatures sendir frá sér litríka undirfatalínu

Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. "Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma,“ segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. "Þetta á

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Balenciaga-hatturinn nær vinsældum

Á tískuvikunni í París mátti víða sjá tískuspekúlanta skarta hinum sérstaka „visor“ hatti frá tískuhúsinu Balenciaga. Höfuðfatið var hluti af vorlínu hússins sem frumsýnd var í september í fyrra.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Misheppnuð sýning

Rapparinn Kanye West sýndi sína aðra fatalínu á þriðjudaginn var og hlaut sú engu betri dóma en sú fyrsta. Á fremsta bekk mátti svo helst sjá vini West og samstarfsfólk hans úr rappheiminum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fatnaður prinsessu vekur athygli

Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge og Elizabeth Bretadrottning mættu uppábúnar á St Pancras stöðina í dag í Lundúnum. Eins og sjá má var Kate óaðfinnanleg þegar kemur að fatavali. Hún var klædd í grænbláa dragt, með hatt á höfði með belti í mittið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Emily Blunt í retro kjól

Leikkonan Emily Blunt var klædd í glæsilegan munstraðan Naeem Khan kjól á rauða dreglinum. Þá klæddist hún Gianvito Rossi hælaskóm sem fullkomnuðu heildarútlit leikkonunnar. Leikarinn Ewan McGregor stillti sér upp með Emily klæddur í Dolce & Gabbana jakka, skyrtu og buxur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hvítir kjólar áberandi á tískuviku

Leikkonan Salma Hayek, 45 ára, og eiginmaður hennar, Francois-Henri Pinault, mættu á Stellu McCartney haust- og vetrartískusýninguna fyrir árið 2012 sem bar yfirskriftina Ready-to-Wear í París í Frakklandi í gærdag. Salma var stórlæsileg eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Stellu og Aliciu Keys.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rákust á Galliano á tískuvikunni

„Hann var bara ósköp venjulegur með yfirvaraskeggið sitt,“ segir fatahönnunarneminn Guðrún Helga Kristjánsdóttir um fatahönnuðinn fræga John Galliano sem hún rakst á á tískuvikunni í París.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hnésítt og útvítt í New York

Tíska Tískuvikan í New York fór fram í byrjun febrúar og sýndi okkur hvað verður efst á baugi tískuheimsins komandi haust og vetur samkvæmt hönnuðum þar í borg. Hnésídd í pilsum og kjólum var allsráðandi sem og víðar skálmar og háir kragar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Marc Jacobs notaði of ungar fyrirsætur

Tíska Fatahönnuðurinn Marc Jacobs gerðist sekur um að nota of ungar fyrirsætur á sýningum sínum á tískuvikunni í New York. Félag fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, gaf út ákveðnar reglur fyrir tískuvikuna þar sem hönnuðum var gert að ráða aðeins fyrirsætur sem höfðu náð 16 ára aldri. The New York Times fletti hins vegar ofan af því að tvær fyrirsætur í sýningum Marcs Jacobs á nýafstaðinni tískuviku höfðu verið einungis 15 ára gamlar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vogue og ID hampa Ernu

"Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vogue til Reykjavíkur

Senn líður að tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival og að vanda sýnir erlenda pressan íslenskri tísku athygli. Nú hefur verið staðfest að ítalska Vogue sendir blaðamann til að skjalfesta hátíðina fyrir sína hönd og eiga eflaust fleiri áhrifamiklir tískumiðlar eftir að fylgja í kjölfarið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

LINdælis Öskubuskuævintýri

Um fátt er meira rætt í íþróttaheiminum þessa dagana en ótrúlegan uppgang Jeremy Lin, leikmanns New York Knicks í NBA, sem var öllum ókunnur fyrir tveimur vikum. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu bakvarðarins sem heillað hefur heimsbyggðina.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York

Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fegurð umfram þægindi í New York

Tískuvikan í New York var á sett með pompi og prakt á fimmtudaginn þar sem fatahönnuðurinn Nicholas K reið á vaðið. Tískuunnendur flykkjast nú til borgarinnar og vart verður þverfótað fyrir smart klæddum tískubloggurum, hönnuðum og fjölmiðlafólki með myndavélarnar á lofti. Litríkir hælaskór, pelsar og sólgleraugu einkenna götutísku borgarinnar en tískuvikan í New York er aðeins byrjunin á tískuveislunni sem heldur áfram út mánuðinn í London, Mílanó og loks París.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Upprennandi fyrirsætur freista gæfunnar

Reykjavík Fashion Festival hélt á dögunum opið hús til að leita að fyrirsætum til að taka þátt í tískuveislunni. Strákar jafnt sem stelpur mættu í þeirri von um að fá að ganga tískupalla á hátíðinni sem fer fram í lok mars. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Academy, Ásta Kristjánsdóttir og Ellen Loftsdóttir, stílisti RFF, leiðbeindu krökkunum sem mættu. Fjörutíu fyrirsætur verða svo valdar til að sýna á RFF og fara þær í strangar æfingabúðir. Mikill hamagangur var á svæðinu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á svæðið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tískuveislan hafin

Í gær hófst formlega tískuvikan í New York og þar með er tískuveislan í gang fyrir árið 2012. New York ríður á vaðið en allar hinar tískuborgirnar fylgja í kjölfarið. Tískuvikan í London fer af stað þann 12 febrúar, Mílanó þann 22 febrúar og í París hefst tískuvikan þann 28 febrúar.

Tíska og hönnun