

Tíska og hönnun
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Skartgripir fyrir vandláta
Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem “alvöru skarti fyrir alvöru fólk”.

Margiela og H&M
Tískuhúsið framsækna býður upp á endurbætta útgáfu af lykilflíkum sínum gegnum árin í línunni fyrir H&M.

Sjúkar í síðkjól! Hvor er flottari?
Einn kjóll – tvær stórstjörnur. En hvor er flottari?

Katie Holmes á líka ódýr föt
Leikkonan Katie Holmes var stórglæsileg á rauða dreglinum í New York á dögunum í svörtum kjól með síðum ermum.

Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada
„Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá,“ segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada.

Sjúklega sæt svona silfruð
Leikkonan Halle Berry, 46 ára, mætti í silfruðum Dolce&Gabbana kjól sem fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni á frumsýningu kvikmyndarinnar Cloud Atlas í Hollywood í gær. Með leikkonunni var unnusti hennar, franski leikarinn Olivier Martinez, sem var óskaplega vel klæddur að sama skapi.

Prestar, gyðingar og pastellitir innblásturinn
„Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert,“ segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn.

Bomba í blúndu
Poppprinsessan Kylie Minogue var gullfalleg og geislandi í klassískum blúndukjól og háum hælum þegar hún lyfti sér upp of fór út að borða á heimsfræga veitingastaðnum Nobu í London í gær með góðum vinum.

Aftur opnar á ný
Margir mættu til að berja nýja verslun íslenska fatamerkisins Aftur augum á þriðjudaginn. Vöruúrvalið hefur stækkað í samræmi við húsnæðið en ásamt íslenska fatamerkinu, sem er frægt fyrir að endurvinna efni, er þar einnig að finna vel valdar vörur frá erlendum hönnuðum. Búðin er til húsa að Laugavegi 39.

Sexý í strákafötum
Victoria Justice var smart í strákafötum þegar hún var mynduð í New York á dögunum. Klæddist Justice einfaldri hvítri skyrtu og klassískum flauelsjakkafatajakka og var var með mjótt svart bindi við.

Vavavavúmm! Hvor er flottari í þessum kjól?
Leikkonan Halle Berry og Victoria's Secret-fyrirsætan Miranda Kerr eru báðar unaðslegar í þessum aðsniðna kjól frá Roland Mouret.

Ómótstæðileg í gagnsæjum kjól
Poppstjarnan Rihanna var heldur betur seiðandi við tökur á myndbandi við lagið Diamonds í Los Angeles.

Systur hanna fyrir Coke Light
Vörumerkið Coke Light hefur í nokkur ár verið tengt við heimsþekkta hönnuði eins og Karl Lagerfeld og Jean Paul Gaultier en þessir hönnuðir ásamt fleirum eiga það sameiginlegt að hafa hannað útlit á umbúðir Coke Light. Núna eru íslenskar systur, þær Sólveig Ragna Guðmundsdóttir og Gunnhildur Edda Guðmundsdottir sem hanna undir merkinu Shadow Creatures, komnar í hóp þessara hönnuða. Ástæðan er að systurnar hönnuðu nýjar umbúðir Coke Light sem komið er í sölu á Íslandi en varan verður framleidd í takmörkuðu upplagi og verður einungis seld á Íslandi.

Glæsileg á galakvöldi
Kim Kardashian var guðdómleg í kóngabláum síðkjól og með fasta fléttu í hári er hún mætti á galaballi í New York í gær. Með henni var kærastinn Kanye West sem var að sjálfsögðu flottur í tauinu líka.

Í kjól sem minnti á viskustykki
Poppstjarnan Kylie Minogue mætti í heldur sérstökum, köflóttum kjól á Q verðlaunin í London um helgina. Hlaut hún heldur neikvæða dóma fyrir kjólinn sem var svartur og hvítu að lit og minnti jafnvel aðeins á viskustykki. Einnig var sniðið sérstakt og mynstrið ekki alveg fyrir alla.

Töff í leðri og sléttbotna skóm
Söngkonan Beyonce var töff til fara í leðurbuxum og sléttbotna strigaskóm er hún kíkti út að borða með eiginmanni sínum Jay-Z, móður sinni Tina Knowles og fleirum á veitingastaðinn Gigino í New York á dögunum. Beyonce er nú yfirleitt með puttana á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku en leðrið er sjóðandi heitt um þessar mundir.

Náttúran á gólf
Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko framleiða gólfmottur úr íslenskri ull. Munstrin eru unnin út frá loftmyndum og kortum.

Best klæddu stjörnur vikunnar
Þá er komið að því að skoða best klæddu stjörnur vikunnar en þær voru svo sannarlega ekki af lakara taginu. Hin unga og fallega Elle Fanning klæddist síðkjól og mosagrænni jakkapeysu í retró stíl á meðan Gwyneth Paltrow fór gjörólíka leið með klassískum og kynþokkafullum Michael Kors kjól.

Stórkostlegir tísku tvíburar
Mary-Kate og Ashley Olsen mættu til verðlaunahátíðar hjá tímaritun WSJ. Magazine er það heiðraði frumkvöðla ársins. Systurnar klæddust báðar stórglæsilegum fatnaði sem er þeim afar kær eða úr eigin tískumerki, The Row.

Afmælisstelpan Kim Kardashian kann að klæða sig
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fagnar 32 ára afmælinu sínu í þessum mánuði. Að því tilefni lítum við yfir farinn veg og skoðum bestu dressin hennar á rauða dreglinum.

Bók um íslenska fatahönnun
"Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni.

Vogue myndar tísku í Hörpu
"Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni.

Opna vef um lífið í Reykjavík
"Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum,“ segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur.

Heill kafli um ketti
Tíska Grace Coddington listrænn stjórnandi hjá bandaríska Vogue hefur ritað sjálfsævisögu sem bókaforlagið Random House gefur út þann 20. nóvember. Í bókinni segir Coddington meðal annars frá árunum sem hún starfaði sem fyrirsæta. Móðir hennar var vön að klippa út myndir sem hún hélt að væru af dóttur sinni en voru í raun af öðrum fyrirsætum. „Þegar ég leiðrétti hana sagði hún aðeins: „Nú jæja. Þetta er falleg mynd þrátt fyrir það,“ og svo setti hún myndina aftur í úrklippubókina.“

Íslenskur 13 ára tískubloggari
Prjónaðar peysur, hermannajakkar, há kuldastígvél og stuttbuxur með málmgöddum (e. studs) eru á meðal þess sem er vinsælt í verslunum bæjarins þetta haustið og það sem hin þrettán ára Katrín Erla Friðriksdóttir tískubloggari festi á filmu á dögunum en hún heldur úti vinsælu bloggi, http://l0ve-fashi0n.blogspot.com.

Systur opna nýjan markað
"Við systurnar verðum á markaðnum í dag föstudag og á morgun laugardag. Þetta virkar eins og Kolaportið. Margir með bása og miklu ódýrara," svarar Laufey Arnalds Johansen sem opnar í dag markað ásamt systur sinni Kitty Johansen við hliðina á Góða hirðinum.

Bombur í buxnadragt
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni eru kjólarnir ekki alltaf fyrsta val hjá Hollywood sjörnunum á rauða dreglinum. Hér má sjá hverja stjörnuna á fætur annarri klæðast fallegum og vel sniðnum buxnadrögtum í öllum regnbogans litum.

Setur sjálfa sig á lista yfir verst klæddu konurnar
Kim Kardashian er búin að hringja á tískulögguna og vill að hún handteki sig sjálfa. Kim klæddist gulum toppi fyrir stuttu og er aldeilis ekki ánægð með það uppátæki.

Þvílíkt kamelljón
Geri aðrir betur hin undurfagra og ljúfa Emma Stone en hún er ein af fáum sem kemstu upp með að skipta reglulega um útlit svo um munar. Stone hefur í gegnum tíðana skipt um hárlit, fatastíl, förðunarstíl og hvað eina og á einhvern undraverðan hátt virðist allt fara henni vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Nýjustu straumarnir í brúðarkjóla tískunni
Nú ríkja brúðardagar í tískuborginni New York þar sem nýjasta brúðartískan er sýnd ásamt fleiru sem við kemur stóra deginum. Hönnuðurinn Douglas Hannant er einn þeirra hönnuða sem hélt glæsilega brúðarkjólasýningu á Plaza hótelinu um helgina og hlaut hann mikið lof fyrir enda var hún vel heppnuð í alla staði.