Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Eivör á Íslandi

Hún kemur fram á tónleikum, sem fara fram á Gauknum á miðvikudagskvöldið. Með henni leika færeyskir félagar og verða leikin lög af löngum glæstum ferli Eivarar.

Tónlist
Fréttamynd

Sársaukinn er alltaf til staðar

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona eignaðist fatlaðan son sem dó ellefu ára í flugvél yfir Atlantshafi. Hann skilur eftir ljúfar minningar. Krabbamein sem greindist á viðkvæmum tíma gerir það hins vegar ekki en það læknaðist. Nú syngur Guðbjörg í Eurovision-keppninni og er nýbúin að gefa út hljómdisk. Lög og textar á honum endurspegla tilfinningar hennar og reynslu.

Lífið
Fréttamynd

Mezzoforte spilar á Svalbarða

Hljómsveitin spilar á Polarjazz-hátíðinni sem er nyrsta djasshátíð heimsins. Meðlimir sveitarinnar þurfa að passa sig á ísbjörnunum.

Tónlist
Fréttamynd

Aukatónleikar til heiðurs Genesis

Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum til heiðurs Genesis. Gensesis-hópurinn ætlar að flytja valin lög af Genesis-plötunni The Lamb Lies Down on Broadway.

Tónlist
Fréttamynd

Eurythmics í glænýjum búningi

Þessi strákur notar aðeins gítar og röddina sína til þess að flytja lagið Sweet Dreams eftir Eurythmics og óhætt er að segja að hann setur sinn svip á lagið.

Tónlist