Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi“

Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekkur sem Flóni, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ríflega sex árum. Þrátt fyrir að vera þekktur fyrir einlægni veitir Flóni sjaldan viðtöl og segist vera frekar prívat maður.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna er komið út

Það má segja að John Lennon syngi í gegnum móðuna miklu því lag sem hann samdi og söng skömmu fyrir andlát sitt kom út í dag. Lagið sem um ræðir var óklárað úr smiðju söngvarans en gervigreind kom því í verk að hægt var að gefa það út nú áratugum eftir andlát hans.

Lífið
Fréttamynd

Bylgjan órafmögnuð snýr aftur í kvöld

Í kvöld fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Næstu sjö fimmtudagskvöld verða tónleikar með nýjum tónlistarmönnum á dagskrá. 

Tónlist
Fréttamynd

GKR boðar endur­komu í öllum skilningi þess orðs

Rapparinn Gaukur Grétu­son, betur þekktur sem GKR, hyggst snúa aftur til landsins um helgina og troða upp á Iceland Airwa­ves tón­listar­há­tíðinni í Kola­portinu næsta föstu­dags­kvöld. Hann hyggst spila nýtt efni, lög af nýrri plötu sem er væntan­leg snemma á nýju ári.

Tónlist
Fréttamynd

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning: Tón­listar­mynd­band frá Nylon

Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 

Tónlist
Fréttamynd

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk fimm­tíu dollara og hand­­­skrifað bréf frá Adele

Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið