Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. Innlent 11. desember 2019 12:29
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. Innlent 11. desember 2019 12:15
Hafa áhyggjur af mjólkurbændum í Svarfaðardal í rafmagnsleysinu Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segist hafa mestar áhyggjur af bændum í rafmagnsleysinu. Innlent 11. desember 2019 12:13
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Innlent 11. desember 2019 11:45
Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Innlent 11. desember 2019 10:51
Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Innlent 11. desember 2019 08:31
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. Innlent 11. desember 2019 08:05
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Innlent 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. Innlent 11. desember 2019 07:02
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. Innlent 11. desember 2019 06:53
Sjáðu myndirnar af óveðrinu Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum. Innlent 11. desember 2019 01:41
Allt að 38 m/s sunnan við Vatnajökul á morgun Spáð er allt að 38 m/s sunnan Vatnajökuls á morgun. Þá spáir víða norðan heiða allt að 30 m/s í nótt en ekki á að vera ofankoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Innlent 11. desember 2019 01:12
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. Innlent 11. desember 2019 01:00
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. Innlent 10. desember 2019 23:32
Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg "Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík. Innlent 10. desember 2019 22:49
Veðrið náð hámarki sínu á vestanverðu landinu en sprengilægðin þokast austur á land Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Innlent 10. desember 2019 22:45
Reynitré rifnaði upp með rótum og féll á tvo bíla Tólf til fimmtán metra hátt reynitré rifnaði upp með rótum við Sólvallagötu í Vesturbænum um klukkan átta í kvöld. Innlent 10. desember 2019 21:15
Vegir lokaðir víðast hvar á landinu Nánast allir vegir á landinu eru lokaðir og er Íslandskortið hjá Vegagerðinni nánast alrautt. Innlent 10. desember 2019 20:50
Sáu ekki neitt þegar þær fóru út í hesthús að gefa Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina. Innlent 10. desember 2019 20:45
Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila "Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Innlent 10. desember 2019 20:30
Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. Innlent 10. desember 2019 19:36
Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Innlent 10. desember 2019 18:52
Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Veðrið er að ná hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra. Innlent 10. desember 2019 18:24
Miklu frosti spáð um næstu helgi Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Innlent 10. desember 2019 18:04
Ók frá Reykjavík í nótt til að búa sig undir storminn Agnes Hulda Agnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segist hafa undirbúið sig undir óveðrið strax síðustu nótt. Innlent 10. desember 2019 18:00
Fréttir Stöðvar 2: Allt um óveðrið sem gengur yfir landið Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30. Innlent 10. desember 2019 18:00
Telur alla á Króknum hafa vit á því að halda sig heima Elvar Freyr Snorrason, sjómaður á Drangey á Sauðárkróki, segist vanur óveðri af störfum sínum úti á sjó. Innlent 10. desember 2019 17:55
Alltaf hressandi að fara út og gera eitthvað skemmtilegt Brynjar Logi Steinunnarson, formaður Skagfirðingarsveitar á Sauðárkróki, segir sveitina klára fyrir verkefni kvöldsins. Veður hefur verið slæmt á Króknum í dag og er von á að það versni eftir því sem líður á kvöldið. Innlent 10. desember 2019 17:51
„Nánast engin umferð á götunum“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Innlent 10. desember 2019 17:30
Óveðursvakt á Bylgjunni í kvöld Óveðursvakt verður á Bylgjunni í kvöld í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar með fulltyngi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vaktin hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast kl. 18:30. Innlent 10. desember 2019 17:24