Veður

Veður


Fréttamynd

Snjókoma fyrir norðan

Það snjóaði um norðanvert landið í nótt, eða allt frá Ísafirði austur til Egilsstaða. Á Akureyri féll allt að tíu sentímetra djúpur snjór undir morgun, en færð hefur ekki spillst því hæglætisveður var í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa

Annríki hefur verið á ýmsum deildum Landspítalans þegar fólk hefur misst fótanna á svellbunkum. Átján þeirra sem komu á þriðjudaginn þurftu að fara í aðgerð eftir fall í hálku. Þeir sem detta eru á öllum aldri og af báðum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Hálka víða um land

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum vegum en snjóþekja er yst í Djúpinu og á Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja hestamenn að fara varlega á ísnum

Ísinn sem hefur verið á vegum borgarinnar undanfarnar vikur hefur verið að gera útreiðarfólki lífið leitt. Búið er að reyna að merja ísinn og salta hann en þar sem tíðarfar er heldur rysjótt þá dugar það í skamman tíma og þar sem þetta er töluvert kostnaðarsamt. Frá þessu er greint á heimasíðu Fáks.

Innlent
Fréttamynd

Hálka víða um land

Mikil hálka er víða á vegum landsins, en ekki er vitað um slys eða óhöpp vegna hennar. Í gærkvöldi varaði Veðurstofan við því að hiti færi lækkandi á láglendi og yrði í kringum frostmarkið í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tvær veltur vegna hálku

Víða er hálka á þjóðvegum landsins og urðu tvö óhöpp í gærkvöldi sem rekja má til hálku. Annarsvegar rann bíll út af veginum yfir Öxnadalsheiði í gærkvöldi en engan um borð sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar ástandið við Gullfoss

Friðriki Brekkan, leiðsögumanni blöskrar ástandið við Gullfoss en þar fór stór vörubíll á vegum Umhverfisstofnunar í gær til að sanda vegna hálku en á sama tíma brotnuðu margra milljóna króna timburstígar undan þunga bílsins. Friðrik íhugar að leggja fram kæru til lögreglunnar á Selfossi á hendur Umhverfisstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Átta á hausinn á korteri við Gullfoss

Mannslíf og heilsa er í húfi segir ferðamálafulltrúi Bláskógabyggðar í ákalli til sveitarstjórnarmanna um að bæta öryggi ferðamanna á fjölsóttum stöðum. Mjög hafi fjölgað ferðafólki að vetrarlagi og það fljúgi á höfuðið á flughálum stígum.

Innlent
Fréttamynd

Gátu ekki sótt sorp vegna hálku

Heimilissorp hefur ekki verið sótt frá því fyrir áramót í sumum húsum í Fossvogi. Hálkan hamlar sorphirðufólki segir fulltrúi Reykjavíkurborgar. Íbúum boðið upp á sérstaka ferð til að sækja sorpið gegn greiðslu eða setja umframsorp við tunnuna.

Innlent
Fréttamynd

Með mannbrodda til taks í bílnum

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segist hafa ákveðið að kaupa mannbrodda til að forða fólki frá hálkuslysum. Umhverfisstofnun ætlar að láta sandbera stíga við Gullfoss á allra næstu dögum. Á Þingvöllum er búið að sandbera stíga.

Innlent