Skjálftahrina gengin niður Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar. Innlent 13. maí 2005 00:01
Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. Innlent 11. maí 2005 00:01
Hiti yfir meðallagi Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síðustu dögunum undanskildum, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Innlent 3. maí 2005 00:01
Afstaðinn vetur fór öfga á milli Snjóflóð, hafís, metkuldi og óvenju mikil hlýindi eru meðal þess sem Vetur konungur bauð upp á. Hálendisvegir verða líklega opnaðir fyrr en venjulega.</font /></b /> Innlent 22. apríl 2005 00:01
Hálka á Holtavörðuheiði Snjóþekja er víða á Suður- og Vesturlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði og ófært er á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja og éljagangur eru víða á Norðausturlandi og snjóþekja og snjókoma á Austurlandi. Innlent 10. apríl 2005 00:01
Síðbúið páskahret Mikil snjókoma helltist yfir landsmenn í gær og kom mörgum í opna skjöldu. Veðurstofan hafði þó spáð fyrir um snjókomuna en samkvæmt upplýsingum hennar hefur þó ekki snjóað að ráði síðan um miðjan febrúar. Innlent 2. apríl 2005 00:01
Milt og hlýtt um páskana Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag. Innlent 23. mars 2005 00:01
Gæti lokað Grímsey af Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. Innlent 16. mars 2005 00:01
Hafís nær landi á Ströndum Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Innlent 14. mars 2005 00:01
Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. Innlent 13. mars 2005 00:01
Hafísinn hamlaði skipaumferð "Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag. Innlent 13. mars 2005 00:01
Siglingar varasamar fyrir norðan "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Innlent 12. mars 2005 00:01
Hafís rekur hratt til lands "Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. Innlent 12. mars 2005 00:01
Miklar vetrarhörkur í Evrópu Miklar vetrarhörkur ríkja víðast hvar á meginlandi Evrópu. Snjóalög í Hollandi eru víða upp undir 50 sentímetra þykk og í mörgum stórborgum Norður-Ítalíu er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni að tilefnislausu Erlent 3. mars 2005 00:01
Febrúar var óvenju snjóléttur "Óvenju snjólétt var á landinu og sérstaklega um norðanvert landið," segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veður í febrúar. Hann nefnir sem dæmi um þetta að aðeins hafi orðið alhvítt á Akureyri þrjá daga í mánuðinum og snjódýpt mest mælst fimm sentimetrar. Innlent 2. mars 2005 00:01
13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. Innlent 22. febrúar 2005 00:01
Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. Innlent 22. febrúar 2005 00:01
Flugferðir á áætlun verða farnar Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar. Innlent 22. febrúar 2005 00:01
Kýótó bókunin orðin að lögum Fyrsta skrefið í því ferli að sporna gegn útbreiðslu gróðurhúsalofttegunda í heiminum í framtíðinni var stigið í gær þegar hin sjö ára gamla Kyoto-loftslagsbókun varð loks að alþjóðalögum. </font /></b /> Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Hundruð flugfarþega biðu í vélunum Hundruð flugfarþega þurftu að bíða tímunum saman úti í vélum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem vélarnar ýmist komust ekki frá flugstöðinni eða ekki að henni vegna veðurofsa. Allt innanlandsflug lá líka niðri í morgun. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Óveður á landinu í dag Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Hellisheiðin lokuð Kolvitlaust veður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Umferðin rétt mjakast áfram og nokkrir bílar hafa farið út af vegum. Innanlandsflug hjá bæði Íslandsflugi og Landsflugi liggur niðri vegna veðurofsans. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Ferðamenn víða veðurtepptir Innanlandsflug lá niðri um allt land lungann úr gærdeginum vegna veðurs og urðu margir ferðamenn að gera sér að góðu að bíða löngum stundum á flugvöllum landsins. Ferðum Herjólfs til Eyja var einnig aflýst og truflanir urðu á millilandaflugi snemma í gærmorgun enda vindhraði þegar mest gekk á nálægt 65 hnútum eða sem nemur 35 metrum á sekúndu. Innlent 16. febrúar 2005 00:01
Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> Erlent 15. febrúar 2005 00:01
Mosfellsheiði ófær fólksbílum Í nágrenni Reykjavíkur er aðeins fært jeppum og stórum bílum um Mosfellsheiði og Kjósarskarð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er víða verið að hreinsa vegi, um hálsa til Patreksfjarðar og um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar. Innlent 13. febrúar 2005 00:01
Stærsti skjálftinn á þessu svæði Jarðskjálftinn sem varð utan við Austurland í fyrrakvöld er sá stærsti sem mælst hefur á þessu svæði að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 5,2 stig á Richter kvarða og upptök hans voru um 200 kílómetra út undan Austurlands. Innlent 1. febrúar 2005 00:01
Austurland skelfur Jarðskjálfta varð vart á Austurlandi í gærkvöldi. Samkvæmt Veðurstofunni voru upptök hans um 200 kílómetra austan af landinu. Skjálftinn hafi minnst verið 5,2 á Richter. Innlent 31. janúar 2005 00:01
Þakplötur fuku og malbik fór af Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Innlent 30. janúar 2005 00:01
Stormasamt á landinu Mjög hvasst var sums staðar á Vestfjörðum í gær. Lögreglan bað fólk um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu en vindhviður mældust yfir fjörutíu metrar á sekúndu á Þverfjalli. Áð sögn lögreglu á Ísafirði í gærkvöld hafði kvöldið reynst slysalaust, en lausir munir fuku á bíl á Þingeyri. Innlent 28. janúar 2005 00:01
Margoft bent á loftlagshlýnun "Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerðum og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra. Innlent 25. janúar 2005 00:01