Átta hús skemmd eftir snjóflóð Snjóflóð lenti á býli við Hnífsdal, blokk og raðhúsi vestan við aðalbyggð bæjarins. Húsin höfðu verið rýmd en eignatjón íbúanna er mikið. Óljóst er hvort þeir fái að búa áfram í húsunum. Um 140 manns hafa yfirgefið hús sín í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Neituðu að fara að heiman Nokkrir íbúa þriggja húsa við Dísarland í Bolungarvík neituðu að yfirgefa heimili vegna snjóflóðahættu þegar lögreglu bar að garði síðasta sunnudagskvöld. Alls voru það sex sem ekki yfirgáfu heimili sín, þar á meðal eitt barn, þrettán ára gömul stúlka. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Sérútbúnir bílar aðstoða rútur Fimmtán björgunarsveitarmenn á sérútbúnum björgunarsveitarbílum frá þremur sveitum í Húnavatnssýslu aðstoðuðu rútur Norðurleiða og fólksbíla í gegnum Víðidal í Húnavatnssýslu í gær. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Nokkur snjóflóð féllu á Vestfjörðum í gær en engan sakaði. Um 160 manns víðs vegar um Vestfirði hafa yfirgefið heimili sín. Björgunarsveitir aðstoðuðu fólk vegna ófærðar. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Lúsasjampó sótt í ófærð Í hríðarbyl og ófærð þurfti að útvega auknar birgðir af lúsasjampói í Hólmavík í gær, en óværan hefur stungið sér niður í bænum síðustu daga. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Hríðarbylur og snjóflóð Vestra Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Innlent 3. janúar 2005 00:01
Helstu leiðir orðnar færar Hálka er á vegum um allt land. Um norðausturströndina er skafrenningur og slæmt ferðaveður, en þó fært. Allar helstu leiðir eru nú orðnar færar: um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar, norður til Akureyrar, Ólafsfjarðar, Húsavíkur, um Möðrudalsöræfi og austur á land. Veðurstofan varar við stormi um landið norðvestanvert á morgun. Innlent 2. janúar 2005 00:01
Hús rýmd á Vestfjörðum Vegna slæmrar veðurspár hefur Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar tekið ákvörðun um að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 2. janúar 2005 00:01
Búist við ofsaveðri Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, á Suður- og Vesturlandi um tíma síðdegis að sögn Veðurstofunnar. Búist er við að veðrið bresti á á tímabilinu frá klukkan 16 til 18 og að það muni vara í eina til tvær klukkustundir með ofankomu og slæmu skyggni. Innlent 31. desember 2004 00:01
Leiðindaveðri spáð í kvöld Útlit er fyrir leiðindaveður sunnan- og vestanlands seinni partinn í dag. Þar er búist við stormi með snjókomu og éljagangi. Á Norðaustur- og Austurlandi gæti hins vegar orðið sæmilegt veður með hægari vindi og einhverjum éljum. Hitastigið verður líklega um frostmark og fer kólnandi með kvöldinu. Innlent 30. desember 2004 00:01
Vonskuveður á gamlársdag "Það lítur út fyrir að síðdegis á gamlársdag verði vonskuveður. Það gæti þó alveg rofað til um eða uppúr miðnætti, þó kannski síst sunnan til," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Með kvöldinu snöggkólnar og um miðnætti býst Sigurður við frosti á bilinu eitt til fimm stig. Innlent 29. desember 2004 00:01
Búist við snjóþyngslum Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Íslands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum færar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. Innlent 29. desember 2004 00:01
Sjö Íslendingar á hættusvæðum Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga stadda í Asíu. Aðeins sjö þeirra eru taldir hafa verið á hættusvæði vegna jarðskjálftans við Súmötru. Fólk af taílenskum ættum hefur óskað aðstoðar Rauða krossins við að hafa uppi á ættingjum. </font /></b /> Erlent 28. desember 2004 00:01
Valda ekki flóðbylgjum hér Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Erlent 27. desember 2004 00:01
Meira en tíu þúsund látnir Talið er að á annan tug þúsunda manna hafi farist í flóðbylgjum sem gengu yfir strendur landa við Indlandshaf í gær í kjölfar eins af stærstu jarðskjálftum sögunnar. Ekki er talið að Íslendingar á þessum slóðum hafi meiðst, en mörgum er brugðið. Erlent 26. desember 2004 00:01
Mannskaði vegna flóðbylgja Flóðbylgjur, sem oft orsakast af neðansjávarjarðskjálftum, hafa í gegnum tíðina valdið stórfelldum spjöllum í strandbyggðum. Sagnir af slíkum hamförum eru til bæði frá Róm og Grikklandi til forna, þar með talið frásögn af flóðbylgju sem gekk yfir Miðjarðarhafið austanvert 21 júlí árið 365 og drap þúsundir íbúa Alexandríu í Egyptalandi. Erlent 26. desember 2004 00:01
Þróunarríki örvænta Evrópusambandið, fátæk þróunarríki og eyríki vilja að viðræður hefjist um frekari minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjastjórn dregur hins vegar lappirnar. Nokkur þúsund íbúum eyjunnar Túvalú hefur verið boðið landvistarleyfi á Nýja-Sjálandi vegna hækkunar sjávarborðs. Innlent 26. desember 2004 00:01
Spáð stormi fyrir austan Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðausturlandi upp úr hádegi í dag. Á Norðausturlandi má gera ráð fyrir vaxandi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveður. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verður talsvert mildara á jóladag. Jólin 24. desember 2004 00:01
Hvít jól um allt land Siggi stormur segir að samkvæmt spám megi búast við hvítum jólum um allt land og fallegum snjó á aðfangadagskvöld. Séra Vigfúsi Þór Árnasyni finnst alltaf hátíðlegt þegar jörð er hvít um jól en minnir á að það er alltaf gott veður þegar klukkan slær sex á aðfangadag. </font /></b /> Innlent 20. desember 2004 00:01
Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Á bilinu 65 til 95 prósent líkur eru á snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum á jóladag. Um 35 til 65 prósent líkur eru á hvítum jólum annars staðar á landinu. </font /></b /> Jól 18. desember 2004 00:01
Hvasst á Hveravöllum Vindur af suð-suðvestan fór upp í tæpa 30 metra á sekúndu á Hveravöllum í gær. Nokkuð fennti og var frostið mest sex gráður. Innlent 14. desember 2004 00:01
Nýjar sannanir um vatn Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag. Erlent 14. desember 2004 00:01
Varað við ferðum fyrir vestan Ekkert ferðaveður er í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum að sögn Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru varaðir við að vera á ferðinni á þessum slóðum og er ráðlagt að fylgjast með veðurfréttum. Innlent 13. desember 2004 00:01
Ljósagangur af eldingum síðustu daga Síðustu daga hefur gengið mikið þrumuveður suður og suðaustur af landinu. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á sérþjónustudeild veðursviðs Veðurstofunnar, segir mesta veðrið hafa verið á fimmtudag. Innlent 10. desember 2004 00:01
Elding slær út Grindavík Eldingu sem sló niður í tengivirki við stjórnstöð Hitaveitu Suðurnesja í Grindavík varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í bænum um hálft tíu leytið í gær. Einn íbúi Grindavíkur sagði að miklar sprengingar hafi orðið þegar eldingunni laust niður. Innlent 8. desember 2004 00:01
Spá öflugum fellibyljum árið 2005 Búist er við því að fjöldi fellibylja í Atlantshafi á næsta ári verði yfir meðallagi. Þetta kemur fram í spá veðurfræðinga við Ríkisháskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Aldrei hefur fjárhagslegt tjón vegna fellibylja verið jafnmikið og á þessu ári. Erlent 7. desember 2004 00:01
Flughált í Hvalfirði og víðar Flughált er í uppsveitum Árnessýslu, í Hvalfirði og uppsveitum Borgafjarðar. Hálka eða hálkublettir eru á norðanverðu landinu og víða éljagangur eða snjókoma. Dynjandisheiði og Lágheiði eru ófærar. Snjóþekja er víða á Austur- og Suðausturlandi og þæfingur er á Öxi. Innlent 4. desember 2004 00:01
Umhleypingasamur nóvember Nóvember var nokkuð umhleypingasamur á landinu og hitasveiflur miklar, að því er fram kemur í stuttu tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Hiti var yfir meðallagi, þrátt fyrir að mikið kuldakast hafi gert 15. til 20. dags mánaðarins. Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,2 stig, en það er sagt 1,1 stigi ofan meðallags. Innlent 3. desember 2004 00:01
Mývatnssveitin falleg í frosti Frostið mældist 30 gráður í Mývatnssveit klukkan sex í gærmorgun. Upp úr hádegi hafði hlýnað og frostið var 22 gráður og klukkan fimm síðdegis var það 17 gráður. Fáir voru á ferli í sveitinni í gær en menn skruppu vitanlega í messu og gufubað eins og gengur. </font /></b /> Innlent 21. nóvember 2004 00:01
Vistkerfið breytist mikið Áhrif hlýnunarinnar á norðurslóðum eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selategundir hreinlega deyi út. Innlent 10. nóvember 2004 00:01