Veður víðast rólegt en má reikna með stormi sunnanlands um miðnætti Útlit er fyrir tiltölulega rólegt veður á mestöllu landinu í dag en seint í dag nálgast svo lægð úr suðvestri sem mun valda vaxandi austanátt á sunnanverðu landinu. Nærri miðnætti má búast við hvassviðri eða stormi á þeim slóðum og það hvessir síðan víðar á landinu í nótt. Veður 7. janúar 2022 07:12
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Innlent 6. janúar 2022 20:00
Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. Innlent 6. janúar 2022 12:43
Fylgstu með lægðinni í skjóli Djúp lægð gengur nú yfir landið og geisaði víða stormur af fullum þunga í nótt. Að sögn Veðurstofunnar er versta veðrið nú afstaðið en ekki er búist við því að lægðin taki að grynnast og fjarlægjast landið fyrr en seint í dag. Innlent 6. janúar 2022 11:47
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. Veður 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. Innlent 6. janúar 2022 06:31
„Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. Innlent 6. janúar 2022 00:01
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. Innlent 5. janúar 2022 23:28
Ekkert útkall enn sem komið er Ekkert útkall hefur borist björgunarsveitum í dag eða kvöld í tengslum við óveður sem gengur nú yfir Suðvesturland og Vesturland. Innlent 5. janúar 2022 22:23
Dagarnir lengjast og válynd veður Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu. Lífið 5. janúar 2022 21:00
Vonast til þess að mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni fyrir flóð í fyrramálið Guðmundur Birkir Agnarsson, skipstjóri og sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, vonast til þess að í fyrramálið verði mesti krafturinn verði farinn úr lægðinni sem nú skellur á suðvesturhornið, í tæka tíð áður en flóðið tekur við af fjörunni. Innlent 5. janúar 2022 19:09
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. Veður 5. janúar 2022 16:58
Versta veðrið í kvöld og í nótt Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands. Innlent 5. janúar 2022 13:29
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. Innlent 5. janúar 2022 12:20
Gengur í suðaustanstorm með talsverðri rigningu Lægðardrag gengur norðaustur yfir landið með morgninum og ber þar með sér hvassa suðaustanátt, slyddu eða rigningu sunnan og vestan til, en snjókomu inn til landsins. Í kvöld gengur svo í suðaustanstorm með talsverðri rigningu sunnantil. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða um land. Veður 5. janúar 2022 07:14
Fella niður flug á fimmtudag Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref. Innlent 4. janúar 2022 20:52
Norðlæg átt, strekkingur og él austanlands en annars hægara Spáð er norðlægri átt, strekkingi og dálitlum éljum austanlands fram eftir morgni, en annars mun hægari og bjartviðri. Talsvert frost á öllu landinu. Veður 4. janúar 2022 07:12
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. Innlent 3. janúar 2022 22:13
Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. Innlent 3. janúar 2022 13:27
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. Innlent 3. janúar 2022 12:11
Stormur austantil á landinu og gular viðvaranir í gildi Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan stormi eða roki austantil á landinu í dag, hvassast á Austfjörðum, og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum fram á kvöld. Veður 3. janúar 2022 07:12
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. Innlent 2. janúar 2022 23:59
Mun betra ferðaveður í dag en í gær Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Veður 2. janúar 2022 07:32
Rafmagnslína Landsnets féll óveðrinu Rafmagnslínan Brennimelslína 1, sem er milli Geitháls og Brennimels, fór á hliðina í óveðrinu fyrr í dag. Enginn notandi varð án rafmagns en álagið færðist yfir á aðrar nærliggjandi línur. Innlent 1. janúar 2022 15:34
Búist við víðtækum lokunum á þjóðvegum: Holtavörðuheiði lokað Búist er við lokunum víða á þjóðvegum landsins vegna slæmrar færðar í dag, en Holtavörðuheiði hefur meðal annars verið lokað. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og appelsínugul viðvörun er á Suðausturlandi vegna veðurs. Innlent 1. janúar 2022 12:21
Víða stormur og gular og appelsínugular viðvaranir í gildi Veðurstofan spáir norðaustan stormi eða roki í dag og eru gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi á mest öllu landinu. Veður 1. janúar 2022 07:33
Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Innlent 31. desember 2021 09:15
„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Innlent 30. desember 2021 21:54
Nýja árið hefst með gulum viðvörunum Nýja árið hefst á krafti á laugardaginn en gular viðvaranir verða í gildi yfir daginn alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 30. desember 2021 14:31
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. Innlent 30. desember 2021 11:51