Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:13 Höglin eru nærri jafnstór og hundrað krónu peningur eins og sjá má á myndunum. Gísli Matthías Auðunsson Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu. Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu.
Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira