Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Flottir sjóbirtingar að veiðast víða

Núna þegar flestar laxveiðiárnar eru búnar að loka fyrir veiði eru veiðimenn farnir að beina sjónum sínum að sjóbirtingsveiði en hún er oftar en ekki best á þessum árstíma.

Veiði
Fréttamynd

100 laxa holl lokadagana í Kjósinni

Síðustu sjálfbæru árnar eru að loka þessa dagana og ein af þeim er Laxá í Kjós en það er ljóst að þessi lokatala lyftir ánni allsvakalega upp listann yfir veiðitölur.

Veiði
Fréttamynd

Stórlaxar síðustu dagana í Stóru Laxá

Síðustu hollin eru núna að klára veiðar í Stóru Laxá en áin er þekkt fyrir stóra síðsumars laxa og líklega fáar ár sem státa af jafn mörgum stórlöxum á tímabilinu.

Veiði
Fréttamynd

Lokatölur komnar víða úr laxveiðiánum

Veiði í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka og lokatölur eru að berast úr ánum þessa dagana sem sýna að sumarið var heilt yfir ekki jafn slæmt og veiðimenn héldu að það yrði í upphafi.

Veiði
Fréttamynd

Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni

Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun.

Innlent
Fréttamynd

Stóra Laxá komin yfir 700 laxa

Veiðin í Stóru Laxá er búin að vera góð í sumar en besti tíminn í ánni er framundan en það er vel þekkt að september getur verið stór mánuður í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Ný stjórn kvennanefndar SVFR

Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin er búin að vera góð

Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem við erum að fá um veiðar síðustu daga ættu að vera hvetjandi fyrir þá sem eiga eftir að fara á heiðarnar.

Veiði
Fréttamynd

Veiddi lax nokkur sumur á Ís­landi

Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. 

Innlent
Fréttamynd

70-90 laxa dagar í Eystri Rangá

Eystri Rangá er næst aflahæsta á landsins og fer yfir 3.000 laxa múrinn í dag en hún stóð í 2.985 löxum í gær þegar tölur voru teknar saman.

Veiði
Fréttamynd

103 sm lax úr Ytri Rangá

Haustið er frábær veiðitími fyrir þá sem hafa sér það ætlunarverk að reyna við stóru hausthængana því þetta er sá árstími sem þeir eru oftast á ferli.

Veiði
Fréttamynd

22 punda lax úr Jöklu

Það er draumur flestra veiðimanna að ná því einhvern tíman á veiðiferlinum að setja í og landa stórlaxi en fáir hafa gert það jafn oft og Nils Folmer.

Veiði
Fréttamynd

Zeldan er einföld en gjöful fluga

Það er ansi merkilegt viðfangsefni að finna út því við bakkann hvað laxinn er að taka þá stundina og það fá margir valkvíða yfir því að opna fluguboxin.

Veiði
Fréttamynd

Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur

Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára með maríulax

Það að veiða fyrsta laxinn sinn er stórt skref fyrir alla veiðimenn og það er mjög misjafnt hvenær á lífsleiðinni hann kemur.

Veiði
Fréttamynd

18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum

Nú styttist í að veiðitímabilinu ljúki í Veiðivötnum en veiðin þar í sumar hefur verið með ágætum og margir tala um að þetta sumar hafi heilt yfir verið mikið betra en í fyrra.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa

Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið.

Veiði
Fréttamynd

50 laxa dagar í Eystri Rangá

Eystri Rangá er að eiga gott sumar og veiðin í ánni er nokkuð jöfn þessa dagana en til að gera þetta ennþá skemmtilegra er nýr lax að ganga á hverjum degi.

Veiði
Fréttamynd

Gæsaveiðin er hafin

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það er ekki annað að heyra á þeim skyttum sem tóku tímabilið snemma að það sé bara nóg af fugli.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá ennþá á toppnum

Í nýjum vikulegum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga  bera Rangárnar höfuð og herðar yfir næst ár á listanum en Ytri Rangá er þó ennþá hæst.

Veiði
Fréttamynd

90 laxa holl í Laxá í Dölum

Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á oftar en ekki rosalega endaspretti og getur síðsumars og haustveiðin verið ævintýralega góð í henni.

Veiði