Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Grimmdarverk í Þingvallavatni

Guttormur P. Einarsson, einn fremsti sérfræðingur landsins í stangveiði við Þingvallavatn, segir uggvænlegar breytingar ógna vatninu. Sumir veiðimenn sigli undir fölsku flaggi.

Veiði
Fréttamynd

Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði

Þorsteinn Hafþórson og félagar gerðu ágæta veiði á Skagaheiði um liðna helgi þótt ísinn á vötnum þar sé 70 sentímetra þykkur og 40 sentímetra snjólag þar yfir.

Veiði
Fréttamynd

Þjóðgarðsvörður vill útspil veiðimanna

"Það fara algjörlega saman, viðhorf hinna betri veiðimanna, og okkar að reka af höndum okkar þennan ófögnuð sem er þarna að spilla málum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður.

Veiði
Fréttamynd

Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd

Landssamband Stangaveiðifélaga harmar bann á næturveiði í Þingvallavatni. Vandséð sé hvernig eftirlit verði hert ef þjóðgarðsvörður segir ekki fé til þess.

Veiði
Fréttamynd

Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum

"Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana

Veiði
Fréttamynd

Afsláttur í Heita pottinum

Á vefsíðunni Agn.is er boðið upp á tilboð í nokkrum ám í svokölluðum Heita potti. Þar er boðið upp á stangir á afslætti þar sem stutt er orðið í veiði.

Veiði
Fréttamynd

37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl

Opnunarhollið í Húseyjarkvísl landaði 37 sjóbirtingum og voru flestir á bilinu 55 til 70 sentímetra langir. Eins og undanfarin ár var það Mokveiðifélagið, félagsskapur nokkurra valinkunnra veiðimanna, sem opnaði ána.

Veiði
Fréttamynd

Sjóbirtingskvöld og opið hús hjá SVFR

Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið. Fræðslukvöld helgað sjóbirtingnum verður haldið í húsakynnum félagsins við Rafstöðvarveg í kvöld og verður sérstaklega horft til veiðisvæðanna í Tungufljóti og Varmá/Þorleifslæk. Húsið opnar klukkan 19.30, að því er segir á vef SVFR.

Veiði
Fréttamynd

93 fiskar á land í Litluá

Alls komu 93 fiskar á land fyrsta veiðidaginn í Litluá í Kelduhverfi sem hlýtur að teljast aldeilis góð byrjun á veiðitímabilinu. Helmingur fiskanna var yfir 50 sentimetrar en bleikjur, birtingur og staðbundinn urriði veiddist, að því er segir á vef Litluár. Öllum fiskunum var sleppt. Litlaá í Kelduhverfi, sem er rúma 50 kílómetra austan við Húsavík, er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Frá 1976 á hún sér einnig upptök í Skjálftavatni en það myndaðist við jarðsig í Kröflueldum.

Veiði
Fréttamynd

Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk

"Tilfinningin var blendin. Ég vildi ekki sleppa en var neyddur til þess," segir Arnar Þór Gíslason, vert á The English Pub í Hafnarfirði, sem náði fyrir stundu fyrsta urriðanum í Galtalæk. Arnar Þór er við veiðar í Galtalæk ásamt Guðmundi Atla Ásgeirssyni leiðsögumanni og bræðrunum Eiríki og Ólafi Stefánssonum á sjálfum opnunardeginum í læknum.

Veiði
Fréttamynd

Silungur í forrétt annan í páskum

Veiðitímabilið hefst formlega á morgun, 1. apríl. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Veiðikortsins, segist ætla að ná sér í einn silung enda sé gert ráð fyrir því á hans heimili að silungur verði í forrétt annan í páskum.

Veiði
Fréttamynd

Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn?

Veiðistangir, hjól og vöðlur kosta töluverðan pening, meðal annars þess vegna er nauðsynlegt að hugsa vel um veiðibúnaðinn. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Veiði
Fréttamynd

Hvað á taumurinn að vera langur?

Æði misjafnt er hversu langan taum veiðimenn eru með á veiðistöngum sínum. Til eru nokkrar þumalputtareglur. Í fyrsta lagi þá skiptir stærð stangarinnar engu máli þegar kemur að því að ákveða lengd á taumi. Sumir halda, veit reyndar ekki hverjir, að hæð veiðimannsins skipti máli, en það er auðvitað algjör vitleysa.

Veiði
Fréttamynd

Gullnáma fyrir fluguhnýtingarmenn

Veiðiáhugamenn, sérstaklega þeir sem eru að egna fyrir silungi í Hólmsá, Elliðavatni og Elliðaám, gætu haft gaman af því að skoða nýja skýrslu um smádýrarannsóknir í þessu vatnakerfi. Í skýrslunni er að finna mikilvægar upplýsingar um þessi litlu dýr, sem eru jú æti urriðans og bleikjunnar. Skýrslan er vafalaust gullnáma fyrir færa fluguhnýtingarmenn.

Veiði
Fréttamynd

Farsíminn nýja vopnið við bakkann

Nýr farsímavefur fyrir stangveiðimenn er kominn í loftið. Markmiðið er að hjálpa veiðimönnum að uppgötva ný veiðisvæði og veiða betur og meira þegar á bakkann er komið.

Veiði
Fréttamynd

Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand

Veiðihús með fallegra útsýni en húsið við Ásgarð á bökkum Sogsins er vandfundið. Veiðifélagið Lax-á, sem keypti Ásgarð á 181 milljón króna í fyrra, er nú svo gott sem búið að gera upp húsið.

Veiði
Fréttamynd

Fjögurra ára að æfa fluguköst

Hann Ari Lár Örvarsson, sem er fjögurra ára, æfði fluguköst af mikilli íþrótt í Laugardalnum í gær ásamt föður sínum Örvari Daða Marinóssyni. Örvar Daði segir að mikið standi til og því hafi kennslan verið nauðsynleg.

Veiði
Fréttamynd

Aðaldalurinn ofar öllu

Við myndum rísa úr rekkju árla dags en færum þó ekki að neinu óðslega, allt hefur sinn tíma. Þægilegt spjall í bítið er ósköp notalegt og morgunmaturinn yrði látlaus, kaffi og ristað brauð með marmelaði.

Veiði
Fréttamynd

Hrygningarstofninn sá minnsti í sögunni

Það var líka athyglisvert að árin sem veiðin var hvað mest var mikil selta í hafinu. Samsvörun seltu og endurheimtun á laxi virðist því greinileg, og ástæða til að vakta frekar.

Veiði
Fréttamynd

Hítará uppseld!

Allt tal um dræma sölu veiðileyfa á ekki við alls staðar. Góð veiði í fyrrasumar og margvíslegar breytingar hafa tryggt að Hítará er uppseld; fyrst allra veiðivatna fyrir sumarið 2013 að því er Veiðivísir þekkir til.

Veiði
Fréttamynd

"Betur farið en ófarið"

Er við vorum komnir út undir miðja hlíð fann ég að í einum öldudalnum tók hjá mér fiskur og hann ekki af minni gerðinni. Ég brá vel við honum svo að strengdist á línubugnum sem vindurinn myndaði.

Veiði
Fréttamynd

Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen

Á heimasíðu Strengja má nú finna kynningu á ánni frá hinum þekkta veiðimanni Nils Jörgensen, sem veiddi í Breiðdalsá í fyrsta sinn síðastliðið sumar og segist hann gjörsamlega heillaður af ánni og umhverfi hennar.

Veiði
Fréttamynd

Hljótum að geta sett í einn eða tvo

"Það verður spennandi að fá að opna ána í ár. Við fáum hana úthvílda. Við hljótum að geta sett í einn eða tvo fiska," segir Guðmundur Atli Ásgeirsson, veiðileiðsögumaður, sem mun opna Galtalæk í ár þann 1. apríl næst komandi. Þann dag hefst veiðitímabilið formlega þótt en sé töluvert í að það fari á flug.

Veiði
Fréttamynd

Veiðitímabilið hefst eftir tvær vikur

Nú eru rétt um tvær vikur þar til vorveiðitímabilið hefst en fyrstu árnar og vötnin opna þann 1. apríl. Hjá Lax-á verður opnað fyrir svæði í Galtalæk, Ásgarði í Sogi, Tannastaðatanga í Sogi, og silungasvæðið í Tungufljóti í Biskupstungum. Vorveiði í Blöndu hefst svo 15. apríl.

Veiði
Fréttamynd

"Dæmdur til að veiða aldrei lax framar"

Orri Vigfússon skrifar skemmtilega grein í nýjustu útgáfu tímaritsins Fieldsports. Þar lýsir hann því hvar og hvernig hann myndi eyða sínum hinsta veiðidegi. Veiðivísir fékk greinina hjá Orra og birtir hana hér í íslenskri þýðingu.

Veiði